Valur tapar á Skaganum - staða FH vænkast

Það gerðust svo sannarlega stórtíðindi í boltanum á Skaganum í kvöld. Skaginn vann Val, sem beið þar með fyrsta ósigur sinn í yfir ár í úrvalsdeildinni. Við þetta tap Vals vænkast því auðvitað staða FH sem getur með sigri á Breiðablik í Hafnarfirði annað kvöld aukið möguleika sína á Íslandsmeistaratitlinum til muna. FH er klárlega með pálmann í höndunum eins og staðan er altént núna.

Ég leit á leikinn á Sýn í kvöld. Það var áhugavert að sjá leikinn. Ekki fannst mér nú boltaspil Skagamanna vera beint fagurt. Þeir fengu vissulega tvö bestu færin í leiknum og náðu með því sigri. Þessi sigur er auðvitað mikilvægur fyrir Guðjón Þórðarson í stöðunni sem blasir við honum sem þjálfara Skagamanna. Tapið hlýtur að vera blóðug skelfing fyrir Valsmenn eins og deildin lítur út þessa stundina.

Það verður því spenna annaðkvöld í úrvalsdeildinni. FH getur tryggt sér gott forskot á titilinn og KR getur bjargað sér frá fullkominni hneisu með sigri. Staða KR verður mest í sviðsljósinu þó á morgun, enda mun sjöunda tapið í röð verða þeim mikil skelfing fari svo. Sigur myndi jafnvel færa þeim öryggið á ný, sem ekki hefur sést til þetta sumarið nema í mjög smáum skömmtum sannarlega.

mbl.is ÍA vann Val eftir að hafa lent undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband