Þorgerður Katrín stýrði fundi á kvenréttindadegi

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forsætisráðherra, stýrði ríkisstjórnarfundi í gær, kvenréttindadaginn 19. júní. Þorgerður Katrín er eins og flestir vita staðgengill forsætisráðherra í þessu stjórnarsamstarfi og gegnir embættinu nú í fjarveru Geirs H. Haarde sem er staddur í Finnlandi á fundi norrænna forsætisráðherra.

Þorgerður Katrín varð fyrsta konan í íslenskri stjórnmálasögu fyrir tæpu ári til að stýra fundum ríkisstjórnar landsins og hefur gegnt embættinu, þó auðvitað aðeins í forföllum hafi verið. Frá árinu 1970 hafa þrettán konur setið í ríkisstjórn Íslands, en Auður Auðuns varð það ár fyrst kvenna til að taka sæti í ríkisstjórn sem dómsmálaráðherra í kjölfar fráfalls Bjarna Benediktssonar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband