Lúðvík Geirsson vill stækka álver með landfyllingu

Alcan Rætt er um það nú af fullri alvöru að álver Alcan verði stækkað með landfyllingum, innan við þrem mánuðum eftir að stækkun álversins var felld af Hafnfirðingum. Virðist Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, vera mjög áfjáður í að landfyllingin verði að veruleika, enda skiljanlegt að hann vilji ekki missa fyrirtækið úr bænum.

Fram hefur reyndar komið í fréttum að Alcan geti hæglega stækkað álverið í Straumsvík upp í 350.000 tonn, miðað við gildandi deiliskipulag, þrátt fyrir að stækkun hafi verið felld. Það er alveg ljóst að álverið heyrir sögunni til í óbreyttu formi. Alcan hefur litið á valkostina sem að stækka það á svæðinu eða færa það annað. Það hefur sést vel að alvara er í því af tali við yfirvöld í Þorlákshöfn og Vogum á Vatnsleysuströnd. Það eru viðræður sem miðast af því að finna nýja valkosti, utan Hafnarfjarðar.

Það er skiljanlegt að Lúðvíki og bæjarstjórnarmeirihluta Samfylkingarinnar sé það mjög annt að stækka álverið þrátt fyrir úrslitin í kosningunni. Það er samt sem áður mjög kostulegt að heyra þessa skoðun koma frá Lúðvíki sjálfum eftir allt sem á undan er gengið. Lífseig hefur verið sagan um að forysta Samfylkingarinnar og bæjarstjórinn hafi viljað stækka álverið en orðið undir í kosningunni. Það var reyndar með ólíkindum að bæjarstjóranum tókst að tala um álverið og stækkunarmálið í aðdraganda og eftirmála kosninganna um stækkun án þess nokkru sinni að tjá eigin skoðanir.

Þær eru þó að afhjúpast þessa dagana með landfyllingartali bæjarstjórans sem vill greinilega halda fyrirtækinu í Firðinum og vílar ekki fyrir sér að horfa framhjá íbúðarkosningu í þeim efnum. Það verður fróðlegt hversu mikið álverið í Straumsvík muni stækka eftir allt saman, það er alveg klárt nú að stækkun þar er ekki út af borðinu þó að sú versíón hennar á kjördag, 31. mars sl, sé það.

mbl.is Álver á landfyllingu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sigfús Sigurþórsson., 20.6.2007 kl. 13:47

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

íbúalýðræði samfylkingarinnar og græna stefnan var greinilega til þess eins að draga fylgi frá Vinstri Grænum. 

Fannar frá Rifi, 20.6.2007 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband