Íslandshreyfingin heldur áfram starfsemi sinni

ÍslandshreyfinginÍslandshreyfingin beið mikinn og áberandi ósigur í alþingiskosningunum 12. maí sl. og forystumenn flokksins urðu fyrir auðmýkjandi niðurlægingu eftir tal mánuðum saman um mikilvægt hlutverk nýs flokks. Þar tókst ekki að byggja fylkingu ólíkra afla, umfram allt mistókst þó að gera flokkinn að stuðningsafli til hægri. Úrslitin sýndu og sönnuðu að Íslandshreyfingin náði ekki fylgi frá hægri, það tókst ekki að byggja þann flokk sem trúverðugan valkost á þeim grunni.

Íslandshreyfingin ætlar þó að halda áfram þrátt fyrir auðmýkjandi niðurlægingu í kosningunum. Flokkurinn var myndaður á erfiðum tímum, það gekk illa að fá frambjóðendur og mitt í því kraðaki að safna á listana varð að safna meðmælendum og vinna grunnvinnu flokks. Flokkurinn drukknaði í þeirri grunnvinnu og var orðinn úreltur í raun þegar á hólminn kom er framboðsfresti lauk og loks tókst að manna listana, sem greinilega varð svo erfitt að það tókst ekki fyrr en innan við mánuður var til kjördags. Það gekk greinilega illa við grunnvinnuna og sá þungi sligaði nýja aflið.

Það er skiljanlegt að Íslandshreyfingin vilji sækja fram áfram til næstu verka og láta reyna á hvort það hafi grunn til áframhaldandi verka, í næstu kosningum. Heldur verður að teljast ólíklegt að Ómar Ragnarsson leiði flokkinn áfram til þeirra verka, t.d. í gegnum kosningar að nýju. Greinileg átök voru á milli Ómars og Margrétar um formennskuna fyrir kosningarnar í vor. Þar gaf Margrét eftir. Eflaust mun Margrét reyna að gera flokkinn að sínum með áberandi hætti fyrr en síðar og sækjast eftir að leiða flokkinn í gegnum næstu verkefni. Nú reynir á hversu samstæður þessi sundurleiti hópur verður.


mbl.is Innra starf Íslandshreyfingarinnar verður eflt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skrítið þegar fólk getur ekki bara sætt sig við að vera óvinsælt og snýr sér að öðrum verkum.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.6.2007 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband