Áfram Alfreð!

Alfreð Gíslason Ég skrifaði í kvöld nafn mitt í undirskriftasöfnun á vísi.is sem er áskorun á Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfara, um að gefa áfram kost á sér til starfa. Það hafa safnast um 4000 nöfn þar á innan við sex klukkustundum. Þessi fjöldi segir allt sem segja þarf um hug þjóðarinnar til Alla, sem hefur stýrt landsliðinu með bravúr á síðustu mánuðum og stýrt því rétta leið. Hann hefur unnið farsælt verk og þjóðin vill að hann haldi áfram.

Það mun vonandi fara svo að Alli verði áfram landsliðsþjálfari. Þetta lið þarf áfram á leiðsögn hans að halda, allavega í gegnum EM í Noregi og vonandi á Ólympíuleikana í Peking í Kína í ágúst 2008, þ.e.a.s. ef við verðum svo heppin að ná þangað. Það eru mörg verkefni framundan og þar skiptir máli að Alli sé við stjórnvölinn. Það er í sjálfu sér mjög einfalt mál.

Áfram Alfreð! - áskorun til Alla

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alvy Singer

Það eina sem ég er ekki sáttur við í störfum Alla er val hans á markmanni Akureyris, Hreiðari í landsliðið. Hreiðar er ekki nógu góður til að vera í landsliðinu, hann getur varla haldið sæti sínu í Akureyri. Frekar á hann að velja menn á borð við Pálmar eða Óla hjá Val eða Björgvin hjá Fram. Sérstaklega í ljósi þess að Pálmar og Björgvin eru að fara til Svíþjóðar á markmannsnámskeið fyrir efnilegustu markmenn norðurlandanna. Þessir þrír markmenn eru margfalt betri en Hreiðar sem er seinn og virkar feitur í markinu.

Alvy Singer, 21.6.2007 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband