Súrsætt raunveruleikadrama í borg englanna

Paris HiltonDramað um Paris Hilton virðist ekki beint vera að enda. Það er með ólíkindum hvað er hægt að fjalla um eina litla 50 kílóa menneskju. Þegar að hún er komin í fangelsið er því velt fyrir sér hvað hún borðar og hvernig hún höndlar svartholsvistina. Ekki virðist henni þó hafa verið í kot vísað eða suddalegheit, enda virðist klefinn hennar og aðstaðan öll vera fjarri því það sem búið er við t.d. hérna heima á Hrauninu.

Það er verið að tala um að París sleppi jafnvel á mánudaginn, vegna góðrar hegðunar. Það verður einhver sirkusinn fari nú svo. Ég lít á hverjum degi á bandarískar vefsíður og það er mér mikið hugsunarefni á hverjum degi hversu langt er oft gengið til að dekka umfjöllun um þessa föllnu glamúrgellu. Það er ekki beint að sjá að þetta súrsæta fjölmiðladrama sé að fara að linna.

Það er eins gott að við eigum ekki svona suddaleg tilfelli hérna heima segi ég nú bara.


mbl.is París kann að verða neydd til að fá næringu í æð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Ingi Kvaran

Ég myndi nú ekki kalla það góða hegðun að grenja og væla alla vistina og neita að borða almennilega. Það ætti heldur að lengja vistina og kenna henni mannasiði á meðan. 

Páll Ingi Kvaran, 21.6.2007 kl. 12:13

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir flott komment Hörður og skemmtilegar pælingar. :)

Algjörlega sammála Palli. Það á ekki að sleppa gellunni fyrir að vera með attitude. Einfalt mál.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 21.6.2007 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband