50 dagar liðnir - er Madeleine stödd á Möltu?

Madeleine McCann Það eru 50 dagar liðnir frá því að Madeleine McCann hvarf sporlaust í bænum Praia de Luz á Algarve í Portúgal. Því er minnst um allan heim í dag með því að sleppa fimmtíu gulum blöðrum út í loftið. Það var gert hér í Reykjavík eins og sést í meðfylgjandi frétt. Mikil dulúð hefur umlukið málið allt frá fyrsta degi.

Madeleine var numin á brott af hótelherbergi en foreldrar hennar höfðu skilið hana þar eftir á meðan þau fóru og fengu sér kvöldverð. Málið allt er hið undarlegasta og hefur það verið miðpunktur fjölmiðlaathygli af skiljanlegum ástæðum allt frá fyrsta degi. Ljóst er að portúgalska lögreglan vann málið allt of hægt í upphafi og klúðraði augljóslega rannsókninni strax á upphafsstigi.

Nú beinast sjónir að vísbendingum um að hjón hafi séð stelpu sem líkist Madeleine McCann á Möltu. Þær vísbendingar þykja vera sterkar og er nú verið að kanna þær. Það er þó ljóst að eftir fimmtíu daga leit minnka sífellt vonir um árangur í leitinni. Það hefur þó gerst að börn hafi verið týnd árum saman en jafnvel fundist. Þetta tilfelli þykir þó sérstaklega dularfullt og fjölmiðlaathyglin er gríðarleg.

Það er ljóst að McCann-hjónin eru í sjokki. Þau litu af dóttur sinni og kenna sér eflaust um hvernig fór. Það verður þeim þung byrði ef Madeleine finnst látin eða jafnvel finnst aldrei, þess eru auðvitað dæmi að krakkar hafi horfið við svipaðar aðstæður, en aldrei fundist. Það eru dapurleg örlög.

mbl.is Blöðrur til marks um samkennd með fjölskyldu Madeleine
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband