Mun Guðrún Ögmundsdóttir fá Jafnréttisstofu?

Guðrún Ögmundsdóttir Kjaftasögurnar segja að Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, ætli Guðrúnu Ögmundsdóttur, fyrrum alþingismanni Samfylkingarinnar, embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu hér á Akureyri sem brátt verður auglýst laust til umsóknar. Margrét María Sigurðardóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri, sem gegnt hefur embættinu frá því að Valgerði H. Bjarnadóttur var ýtt til hliðar af Árna Magnússyni, þáverandi félagsmálaráðherra, hefur verið ráðin umboðsmaður barna.

Það verður vissulega mjög athyglisvert ef Guðrún, sem var alþingismaður Reykvíkinga í átta ár og borgarfulltrúi þar áður í sex ár í Reykjavík, myndi flytja til Akureyrar og taka við Jafnréttisstofu í Borgum við Norðurslóð. Guðrún var á þingferli sínum mjög ötull talsmaður mannréttinda og jafnréttis og var vissulega framarlega í flokki talsmanna velferðarmála innan Samfylkingarinnar áður en henni var hafnað í prófkjöri í nóvember 2006. Hún þorði að fara gegn straumnum í fjölda málaflokka en naut þess ekki er á hólminn kom.

Guðrún var umsækjandi um embætti umboðsmanns barna, stöðuna sem Margrét María fékk. Það hafði verið í umræðunni hvort henni væri ætlað verkefni. Nú þegar að Jafnréttisstofa losnar er ekki óeðlilegt að velta því fyrir sér hverjir hafi áhuga. Jóhanna Sigurðardóttir mun sem félagsmálaráðherra og yfirmaður jafnréttismála veita embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu. Jóhanna og Guðrún voru saman á þingi um langt skeið og þekkjast vel. Það verður fróðlegt að sjá hvort hún skipar sína fyrrum samstarfskonu.

Það verður reyndar fróðlegast af öllu að sjá hvort að Valgerður H. Bjarnadóttir, fyrrum framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi á Akureyri, sæki um stöðuna sem hún gegndi um árabil. Það verður athyglisvert að sjá hvort að hún fái stöðuna sæki hún um.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Hvað finnst þér Stefán  Á að verðlauna Guðrúnu fyrir eitt af hennar síðustu embættisverkum, sem var að eiga þátt í að gefa tilvonandi tengdadóttur JB íslenskan ríkisborgararétt.  Nei, segi ég fyrst hún gat ekki munað eða útskýrt ástæðuna fyrir þessari sérmeðferð og undanþágu á skýrum reglum Útlendingaeftirlitsins.  Ég treysti ekki svona fólki, því miður. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 22.6.2007 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband