Nýtt bloggsamfélag - Egill bloggar á Eyjunni

Egill Helgason Nýja bloggsamfélagið Eyjan mun víst eiga að opna í dag. Kjaftasögurnar segja að Egill Helgason muni blogga á Eyjunni, en hann hefur bloggað hér á Moggablogginu í þrjár vikur, eða frá því að honum var úthýst af vísi.is eftir fjölmiðlaátök í gúrkutíð að sumri við fjölmiðlaveldið 365. Það verður fróðlegt að sjá á næstu dögum hvort kjaftasögurnar eru réttar.

Egill hefur reyndar ekki bloggað hér í nokkra daga, en dvelst í blíðunni á eyjunni Folegandros. Lista yfir bloggnöfnin sem þá voru komin á Eyjuna var skúbbað fyrir nokkrum dögum án þess að nokkur sýnileg mótmæli kæmu við því og því greinilegt að það fólk ætlar að skrifa þar eftir boð þar um, enda verður ekki um að ræða opið bloggsamfélag eftir mínum heimildum, heldur fyrirfram ákveðinn pennavettvang sem mynda samfélagið sem um ræðir.

Þau nöfn eru:
Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi
Helga Vala Helgadóttir, varaþingmaður
Habba Kriss, sálfræðingur og systir Sigga Kára
Grímur Atlason, bæjarstjóri í Bolungarvík
Freedomfries, ameríska bloggið skemmtilega
Hux (Pétur Gunnarsson) stjóri
Andrés (Jónsson) stjóri
Andrés M. blaðamaður
Pétur Tyrfingsson, sálfræðingur
Obba (eiginkona Ágústs Ólafs Ágústssonar)
Arna Schram, formaður Blaðamannafélagsins
Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra.

Merkilegur listi þetta. Ekki vekur mikla undrun að sjá nafn Össurar Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra og fyrrum formanns Samfylkingarinnar, en hann og Andrés eru vel tengdir. En enn er smellt er á eyjuna.is kemur melding um innskráningu og ekkert enn verið opnað. Það verður fróðlegt að sjá það sem blasir við þegar að hurðin opnast. Reyndar gat maður litið á grunninn að nýrri síðu Björns Inga um daginn og hún gaf fyrirheit um hvað er framundan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Þetta er sem hugsað þannig, að spekingar spjalli og almenningur fái náðasamlegast að gera athugasemdir við spjallið? Ekki hljómar þetta nú lýðræðislega.

María Kristjánsdóttir, 22.6.2007 kl. 17:14

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

það er gott að þessir vitringar verði bara með sitt lokaða blogg eða er að ekki lokað/Við hinir sem erum bara venjulegir verðum herna áfram/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 22.6.2007 kl. 17:50

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

María: Já, svo virðist vera. Tek undir það, finnst það ekki áhugavert. Ég mun ekki færa mig. Það er alveg ljóst. Þar sem manni líður vel er best að vera.

Halli: Alveg sammála.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.6.2007 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband