Tekur Akureyrarbær yfir flugvöllinn í bænum?

Akureyrarflugvöllur Það vakti mikla athygli er Sjálfstæðisflokkur og Samfylking mynduðu meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar að þar kom fram vilji flokkanna að Akureyrarbær myndi taka við rekstri Akureyrarflugvallar. Nú hafa Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri, og Hermann Jón Tómasson, formaður bæjarráðs, skerpt á þessari skoðun með mjög áberandi hætti og vilja láta á þetta reyna.

Kristján L. Möller, s
amgönguráðherra og leiðtogi Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að flugbrautin á Akureyrarflugvelli verði lengd við fyrsta tækifæri og að það yrði jafnframt skoðað hvort að bærinn tæki við vellinum. Hann tekur með öðrum orðum ekki fyrir þann valkost og heldur honum galopnum. Eflaust hefur Kristján rætt þessi mál vel áður við Hermann Jón, en þeir þekkjast vel úr kjördæmastarfinu og ráðherrann kemur oft við hjá flokksfólki sínu hér í bæ og er eflaust vel inni í þessum málum öllum sem um er að ræða.

Sigrún Björk tók sérstaklega fram í ræðu á bæjarstjórnarfundi í Ráðhúsinu á þriðjudag að þessa tillögu þyrfti nú að skoða betur en áður. Vilji hennar og annarra bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins virtist skýr. Hermann Jón hefur tekið undir þessa skoðun með áberandi hætti, síðast í viðtali við Svæðisútvarpið hér. Þetta er reyndar skoðun sem þarf ekkert að kanna að því er virðist enda er hún grúnderuð í meirihlutasamningi flokkanna og full samstaða virðist innan meirihlutans um þennan valkost. Boltinn virðist mun frekar vera staddur því hjá samgönguráðherranum, þingmanni kjördæmisins.

Sérstaklega er þó gleðilegt að samgönguráðherra hefur tekið afdráttarlaust fyrir að stækka eigi Akureyrarflugvöll. Sturla Böðvarsson, fyrrverandi samgönguráðherra, dró lappirnar í því máli alltof lengi að mati okkar hér eins og ég hef margoft farið yfir í mínum skrifum á þessum vef. Völlurinn verður ekki alvöru millilandaflugvöllur fyrr en hann hefur verið lengdur og mun ekki geta staðið undir nafni sem lykiltenging Akureyrarbæjar og Norðurlands alls við höfuðborgarsvæðið og útlönd fyrr en sú lenging hefur átt sér stað. Það er algjört lykilmál hér nú.

Akureyrarbær hefur eflaust í hyggju með því að taka yfir völlinn að markaðssetja flugvöllinn talsvert betur en nú er gert og reyna að laða að sér lággjaldaflugfélög. Það skiptir máli. Þetta er kostur sem mikilvægt er að skoða. Ekki virðist skorta pólitíska samstöðu hér á Akureyri. Afstaða bæjarstjórans og bæjarfulltrúa meirihlutaflokkanna liggur skýr fyrir. Það er mikilvægt að taka næsta skref og kanna þetta betur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég flaug suður um miðjan júni, mér finnst flugvöllurinn kósí og finn og finnst sjálfsagt að stækka hann og gera hann meira tengdan millilandaflugi.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.6.2007 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband