Ljótasti hundur heims ber nafn með rentu

Ljótasti hundur heims Ég hló eins og galinn maður yfir kvöldfréttunum er myndir voru sýndar frá vali ljótasta hunds heims. Það er óhætt að segja að sigurvegarinn hafi verið skelfilega ljótur greyið. Hundurinn Elwood er svo ófrýnilegur að það er eiginlega með ólíkindum að einhver vilji eiga hundspottið. Það virðast engin mörk fyrir því hvað einn aumingjans hundur getur verið innlega og suddalega ljótur.

Sam Fannst þó hann Elwood greyið vera eins og mildasti ljósglampi miðað við þann sem var valinn í fyrra og hét Sam að mig minnir. Fann mynd af honum eftir mjög langa leit. Hann var svo ófrýnilega ljótur að margir voru hræddir við hann. Sam var víst meinlaus en hafði svo ljóta ásýnd að fólk varð skelkað við það eitt að sjá mynd af honum. Sam greyið drapst reyndar tiltölulega skömmu eftir valið.

Set hér inn myndir af þeim báðum. Þið getið valið hvorum ykkar finnst ljótari, en eitt er ljóst að hvorugur eru þeir eins og ljúfu hundarnir hérna í íslensku sveitasælunni.

mbl.is Ljótasti hundur heims krýndur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Sæll Stefán.

Afi minn átti hund sem hét Spurðann.

Hvað heitir hundurinn á myndinni???

Karl Tómasson, 23.6.2007 kl. 21:04

2 Smámynd: Ragnheiður

Svakalega ljótt kvikyndi...ég færi ekki með þetta apparat út að labba nema þá í poka. Mínir hvuttar eru voða sætir, það eru myndir af þeim á síðunni minni.

Ragnheiður , 23.6.2007 kl. 21:06

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sam vinnur. ég ætla að kíkja á hundana hjá hrossinu

Ásdís Sigurðardóttir, 23.6.2007 kl. 21:26

4 identicon

Sam er eins og djöfullinn ásýndar ef hann er til en Elwood er bara dúlla eins og stelpurnar kalla þa ð.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 02:13

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Sam er já miklu ljótari, þvílíkt sem greyið hundurinn var forljótur. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.6.2007 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband