Munurinn á milli bresks leiðtoga og formanns

Gordon Brown og Tony Blair Stærsta frétt dagsins eru leiðtogaskiptin í breska Verkamannaflokknum. Mikið hefur um það verið fjallað í fjölmiðlum, ekki síður hérna heima. Eitt fer þó óendanlega mikið í taugarnar á mér yfir umfjöllun um þessi leiðtogaskipti og reyndar suma hina fyrri á þeim vettvangi. Það er að sumir íslenskir fjölmiðlar þekkja ekki muninn á leiðtoga og formanni.

Það var t.d. athyglisvert að sjá í kvöldfréttum Stöðvar 2 og sumum netfréttamiðlum að Gordon Brown var æ ofan í æ nefndur formaður breska Verkamannaflokksins. Eins og allir vita er titillinn leader, það er leiðtogi. Í breskum stjórnmálaflokkum er enda tvennt ólíkt að vera formaður eða leiðtogi. Leiðtogi er sá sem er andlit flokksins og leiðir hann út á við, er auðvitað forsætisráðherra sé flokkurinn í stjórn og er talsmaður hans út á við og inn á við. Formaðurinn er sá sem stjórnar innra starfinu og heldur í þræði þess sem gerist þar mun frekar en leiðtoginn.

Til dæmis var Hazel Blears formaður Verkamannaflokksins. Hazel tapaði illa í varaleiðtogakjöri kratanna í dag og varð í sjötta sæti. Brown tilkynnti reyndar í ræðu sinni í dag að hér eftir myndi varaleiðtoginn gegna þessum skyldum. Í raun er því verið að festa varaleiðtogann í þeim sessi að sinna því sem sinna þarf inn á við. Ekki er þetta ósvipað hérna heima en jafnan er varaformönnum falin leiðsögn innra starfsins þó þeir séu misduglegir við það oftast nær.

Í Bretlandi er því staða mála gjörólík því sem við venjumst hérna heima. Það er því kannski skiljanlegt að fjölmiðlar ruglist á þessu en það er samt sem áður vandræðalegt. Reyndar eru bresk stjórnmál ólíkt meira völundarhús og meira kerfisbákn en þau íslensku og skiljanlegt að þar sé málum skipt öðruvísi niður en í smáu landi og kerfi á við okkar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Arnarsson

Það er einmitt málið með þessa titla, Þegar allaballarnir gömlu voru á Kúbú einhvern tímann, á þeim árum þegar Margrét Frímanns var formaður, vildi enginn tala við hana.
Kastró vildi heldur tala við Heimi Má Pétursson. held að hann hafi verið Ritari flokksins.  Fyrir þá var það auðvitað  mesta virðingarstaðan,  sbr.  aðalritari.

Þessi saga er sönn, en ég er ekki alveg viss um hver hafi verið ritari á þessum tíma. Held það hafi verið Heimir Már, gæti þó verið tóm  della.  

Sveinn Arnarsson, 24.6.2007 kl. 23:13

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Íslenskir fréttamenn og frétta umfjöllun þeirra hefur farið niður á við. Það er eins og eitthvað hafi gerst í ár sem dró niður alla fréttamennsku. 

Fréttir eru illa unnar. Í viðtölum er lítil sem enginn gagnrýni. Birtar eru fréttir sem vitað er að séu ósannar. 

Þetta er eins og allir fjölmiðlar ætli sér að sækja inn á markað séð og heyrts.

Eru Íslenskir fjölmiðlar að verða eins og FOX fréttastöðin? 

Fannar frá Rifi, 24.6.2007 kl. 23:15

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Svenni: Já, þetta var víst mjög skrautleg ferð. Þar skiptir máli hver stýrir flokknum, er aðalritari eða kommissar. Þar liggja völdin sérstaklega í einræðisríkjum kommúnista. Castro hefur líka átt erfitt með það sennilega að sjá konu við völd í flokknum. Heimir Már var já framkvæmdastjóri flokksins í tíð Möggu. Það hefur verið gaman á Kúbu. Hef reyndar alltaf viljað fara þangað. Það væri gaman að skella sér fyrr en síðar.

Fannar: Já, nákvæmlega. Það er oft sleifarlag í fréttamennsku en miðlarnir eru eins ólíkir og þeir eru margir. Það er þó kostulegt að frétt með svona villu eins og var með Verkamannaflokkinn renni í gegnum vinnuferlið, enda hlýtur vaktstjóri að vera með á hvernig pólitíkin er í lykilríki heimsins á borð við Bretland.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 25.6.2007 kl. 02:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband