Bílslys við húsið hjá mér

Það er orðið mjög langt síðan að mér hefur brugðið eins mikið og þegar að ég kom heim í Þórunnarstrætið á sjötta tímanum. Ég sá í fjarska hér ofar í götunni að fyrir utan húsið mitt voru lögreglubílar og sjúkrabíll. Þegar að nær kom sá ég að árekstur hefði orðið beint fyrir framan húsið og tveir bílar mjög illa klesstir þar. Glerbrot og lakkflísar á götunni auðvitað og fólk um allt, svo að ég gerði mér ekki fyrst grein fyrir hvort meiðsl hefðu orðið á fólki.

Til allrar guðs lukku fór þetta ótrúlega vel, miðað við aðstæður, og engin alvarleg slys á fólki sem voru í bílunum, ökumaður í öðrum bílnum var reyndar í miklu losti og hlaut vont högg en slapp ótrúlega vel. Beltin skiptu máli í þessu, eins og öðrum tilfellum slíkum. Þannig að það róaðist yfir mér. Ég man ekki eftir því að árekstur hafi verið hér á þessum bletti Þórunnarstrætisins síðan að ég flutti hingað fyrir nokkrum árum. Hinsvegar er auðvitað mikil umferð um götuna allan sólarhringinn, enda er þetta ein af lykilgötum bæjarins.

En já, það er allt gott sem endar vel, en það er alltaf óþægilegt að sjá svona bílakost fyrir utan heimilið sitt. Það er alveg á hreinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Úff...óþægilegt maður..

Ég var einmitt í Þórunnarstrætinu þarna um daginn..flott gata en svolítið brött

Ragnheiður , 25.6.2007 kl. 19:04

2 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Úff, ég trúi að þér hafi brugðið.

Gott að þetta fór betur en á horfðist í fyrstu. 

Björg K. Sigurðardóttir, 25.6.2007 kl. 19:13

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þórunnarstræti er krúttleg gata, ég skemmti mér konunglega um daginn þegar ég var fyrir norðan að rölta um bæinn og taka myndir. Kem næst 15.júlí og verður örugglega daglegur gestur á Amtanum í hádegismat og svo seinniparts kaffi á Bláu könnunni, held ég þurfi ekkert til útlanda í sumar.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.6.2007 kl. 19:24

4 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já beltin bjarga svo mikið er víst.

Alltaf dásamlegt á þessum slóðum félagi og gott að veður var gott í dag og ekki varð slys í lauginni.

Herdís Sigurjónsdóttir, 25.6.2007 kl. 21:30

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Hross: Já, þetta var óþægilegt. Þórunnarstrætið er mjög bratt, sérstaklega neðst. Það er mikil brekka hér og hallinn niður Þórunnarstrætið er sérstaklega mikill.

Björg: Já, það var gott að þetta var ekki eins slæmt og leit út í fjarska. En sama, slys er alltaf slys. Mikil mildi að vel fór.

Árni: Veit ekkert hverjir þetta voru, spyr ekkert að því. Það skiptir litlu máli svosem hvaðan fólkið kemur. Slysin geta alltaf orðið. Það er reyndar ótrúlega lítið um slys hér miðað við bílafjöldann sem keyrir hér árlega og mjög gott hversu lítið er um þau.

Ásdís: Já, þetta er yndisleg gata. Mjög notalegt. Ég átti heima fyrstu ár ævi minnar hér ofar í götunni og er því vel inní málum. Hef alltaf líkað best að búa hér á Brekkunni. Mikill sjarmi hér yfir. Við hittumst endilega þegar að þú kemur næst, væri gaman að fá sér kaffibolla og rabba saman.

Herdís: Já, hér er gott að vera. Mikil mildi svo sannarlega að vel fór miðað við aðstæður.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 25.6.2007 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband