Hasta la vista Tony!

Schwarzenegger og Blair Það hefði eflaust einhverjum þótt það óraunverulegt þegar að Tony Blair tók við völdum í Downingstræti 10 í maíbyrjun 1997 að síðasti opinberi gestur hans þar yrði Arnold Schwarzenegger, hinn heimsþekkti kvikmyndaleikari sem síðar varð vinsæll stjórnmálamaður sem ríkisstjóri gullna ríkisins Kaliforníu. En sú verður nú raunin. Blair hefur síðasta embættisdag sinn, á morgun, miðvikudag, með því að taka á móti repúblikananum Schwarzenegger og ræða við hann.

Arnold Schwarzenegger hefur á stjórnmálaferli sínum verið ötull talsmaður umhverfismála og látið þann málaflokk mjög til sín taka. Hann mun fara til London til að sitja umhverfisráðstefnu. Hann sóttist eftir fundi með Tony Blair, sem verið hefur einn nánasti bandamaður George W. Bush, forseta Bandaríkjanna og forystumanns flokks ríkisstjórans, eflaust til að ræða um loftslagsmál og umhverfið almennt. Með því verður hann síðasti opinberi gesturinn sem heimsækir Tony Blair og það aðeins sex klukkutímum áður en forsætisráðherrann heldur til drottningar til að biðjast lausnar. Með öðrum orðum, þetta verður eitt síðasta embættisverk hans í Downingstræti.

Þetta er auðvitað vissulega kaldhæðni. Það væri nú vonandi að Schwarzenegger rifjaði upp frægan kvikmyndafrasa sinn úr myndinni Terminator 2: Judgment Day, Hasta La Vista Baby, er hann kveður forsætisráðherrann fráfarandi í lok heimsóknarinnar.

mbl.is Schwarzenegger síðasti gestur Blairs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband