Minningarorð um Susie Rut á miðopnu Moggans

Susie Rut Það hefur ekki gerst fyrr svo ég muni eftir að látinnar manneskju sé minnst af öðrum en ritstjórum Morgunblaðsins á miðopnu. Það gerðist þó í dag þegar að Susie Rut Einarsdóttir var jarðsungin. Hún var kvödd af foreldrum sínum á miðopnu blaðsins með hugheilum orðum. Andlát hennar bar að með vofveiflegum hætti og hefur það verið í kastljósi fjölmiðla undanfarna daga.

Minningarorð Einars S. Hálfdánarsonar, föður hennar, eru hugheil og einlæg. Allir sem þau lesa verða djúpt snortnir. Skrifin hafa vakið mikla athygli í dag. Þar eru enda beitt orð um fíkniefnavandann, sem fer því miður sífellt vaxandi í samfélagi okkar. Það þarf hugrekki og kraft til að skrifa svo góða grein, sem tekur á erfiðu máli á sorgarstund hjá fjölskyldu. Ég dáist að þeim krafti og styrk á raunastundu.

Ég vil votta fjölskyldu Susie Rutar innilega samúð mína.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, þetta er sterkt fólk þarna á ferð og nokkuð ljóst að margir hafa lagt mikið á sig til að hjálpa henni og hún sjálf líka, þetta er svo sorglegt að það tekur engu tali, hvert líf sem er fórnað á þennan hátt er eins og mannsmorð.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.6.2007 kl. 23:08

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Stefán.

Ég vil byrja á því að þakka þér sértaklega hvað þú minnist faglega á þessa fögru og inndælu stúlku í blóma lífsins Susie Rut.

Það var mikil sorgarstund í dag þegar þessi elskulega stúlka í blóma lífsins var borinn til grafar.

Faðir hennar ritaði grein um þetta í Morgunblaðinu í dag og Móðir hennar sendi fallegt ljóð sem höfðu þau áhrif á mig  að tárin mín runnu í stríðum straum niður kinnar mínar.

Það er ekki á hverjum degi sem ég les greinar á miðopnu Morgunblaðsins að maður situr hljóður og fer að hugsa hvað er að ske í þessum fíkniefnamálum Íslendinga.

Þarna er faðir og móðir barn síns að kalla eftir hjálp okkar Íslendinga. Ég brást kallinu og hringdi á Bylgjuna Reykjavík síðdegis og minnti stjórnendur og  þjóðina á þetta. Mér fannst sjálfur stjórnendur ekki vera viðbúnir þessu. Heldur snerist þetta um umferða hraða enn manns lát vegna glæpamanna sem eru að selja þennan óþvera.

Björn Bjarnason hefur lengi barist gegn ofbeldi og eiturlyfjum enn sumir hverjir eru ekki sammála honum í þessari baráttu. Frekar hafa þessir menn gert í því að eyðileggja hans mannorð. Það skal tekið fram að Björn Bjarnason er afburða stjórnmálamaður sem  stjórnar þessu málum enn honum vantar stuðning frá ykkur til að geta tekið á þessu málum. Þess vegna þarf þjóðin að standa með honum að efla löggæslu í landinu.

Með þessum orðum vil ég votta fjölskyldu og vinum mína samúð vegna fráfalls hennar Susie Rutar. Megi guð og gæfa vera með foreldrum og ykkur öllum. Guð veri með ykkur öllum og veiti ykkur öllum styrk og kraft í sorginni.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 26.6.2007 kl. 23:56

3 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Þetta er fallega skrifað hjá þér Stefán og ég tek heilshugar undir með þér. 

Björg K. Sigurðardóttir, 27.6.2007 kl. 02:17

4 Smámynd: Dunni

Það er líka sterkt hjá þér að vekja athygli á þessari ótrúlegu reynslu fjölskyldu stúlkunnar. Foreldrar sem taka svona á vandamálum barna, sem flælkst hafa í neti hins illa, á að sjálfsögðu að heiðra að Bessastöðum á 17. júní

Dunni, 27.6.2007 kl. 07:41

5 Smámynd: Ester Júlía

Fallega skrifað Stefán.   Mig setti einmitt  hljóða þegar ég las minningarorðin  um þessa fallegu stúlku.  Frá pabba hennar og mömmu sem nú eru í svo mikilli sorg.   Ég vil votta þeim innilega samúð mína.  

Ester Júlía, 27.6.2007 kl. 08:11

6 Smámynd: Grímur Kjartansson

Já, mann setur hljóðan og verður hugsi.
Við Einar voru bekkjarfélagar í MR fyrir áratugum síðan
og börnin mín tvö eru einu ári eldri og einu ári yngri en Susie Rut
svo hugsunin að þetta hefði  getað verið mitt barn er ekki fjarri.

Forvarnarstarf og alvöru meðferðarúrræði (ekki annað Byrgi  takk fyrir)
hafa bjargað mörgum og þessi sjóður ætti að styrkja þá starfsemi
önnur úrræði virðast ekki  raunhæf til árangurs
því ávana og fíkniefni verða alltaf aðgengileg  því miður

Grímur Kjartansson, 27.6.2007 kl. 14:47

7 identicon

Já þetta er ömurlegt. Það er mjög gott aðgengi í dóp og læknadóp því miður. Varðandi læknadópið veit ég að sú sem lét minn strák hafa sinn dauðaskamt er í "áskrift"hjá virtum geðlækni hér í borg. Ég hef oft talað við landlækni um dóplæknana en ekkert gerist nema að fleiri ungmenni deyja. Vonandi verða beitingar ekki seinna en núna. Minn strákur dó af morfíneitrun í júní í fyrra. Ég votta ástvinum Susie Rutar innilega samúð mína.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 15:37

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentin og góð orð.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 27.6.2007 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband