Kvartettinn samþykkir Blair sem sáttasemjara

Tony Blair Það var aðeins örskotsstund liðin frá því að Tony Blair lét af völdum sem forsætisráðherra er tilkynnt var formlega um skipan hans sem sáttasemjara í málefnum Mið-Austurlanda. Hann var í lest á leiðinni til Sedgefield til að segja af sér þingmennsku, eftir hálfan þriðja áratug í breska þinginu, er tilkynningin barst, tilkynning sem allir áttu von á.

Það hefur verið í umræðunni í nokkra daga að Blair myndi fá hlutverk í Mið-Austurlöndum, hlutverk sem tryggir honum áfram stöðu á alþjóðavettvangi. Það hefur reyndar blasað lengi við að eitthvert slíkt hlutverk biði hans. Það verður fróðlegt að fylgjast með verkum Blairs í Mið-Austurlöndum. Hann var umdeildur stjórnmálamaður á litríkum valdaferli og verður varla öðruvísi í þessu hlutverki.

Það reynir allavega á hann á nýjum forsendum í þessu hlutverki. Þetta embætti fær hann að mestu út á sterk tengsl við ríkisstjórn Bandaríkjanna og sýnir staðan vel að hann nýtur víða trausts. Tony Blair hefur alla tíð verið í hlutverki stjórnmálamanns á alþjóðavettvangi en nú þarf hann að setja sig í nýjar stellingar.

Það verður vel fylgst með honum á nýjum vettvangi, enda eru átökin í Mið-Austurlöndum verkefni sem fylgja sérlegum sáttasemjara svæðisins eftir sem skuggi á næstunni og þar eru verkefnin næg.

mbl.is Blair formlega tilnefndur sem erindreki í Miðausturlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband