Yndislegt kraftaverk á Akureyri

Magni og mamma hans Það stóð tæpt í sundlauginni hér á Akureyri síðdegis á mánudag er sex ára strákur, Magna Hjaltasyni, var naumlega bjargað frá drukknun. Það var svo sannarlega Guðs mildi að viðstaddir voru einstaklingar sem kunnu til verka og brugðust rétt við aðstæðum með viðeigandi skyndihjálp. Það er ótrúleg tilviljun að þar væru sjúkraflutningamenn, hjúkrunarfólk og hjartalæknir meira að segja. Tilviljanir lífsins eru stundum algjörlega ótrúlegar.

Eitthvað þessu líkt hefur varla gerst áður í sundlauginni hér og það er auðvitað ömurlegt að slys af þessu tagi komi fyrir. Það er hinsvegar mikil blessun að svo vel fari og til staðar sé fólk sem getur tekið rétt og vel á málum á neyðarstundu. Það er mjög ánægjulegt að vita að vel fór. Þetta er auðvitað áminning til foreldra sem fara með börnin sín í sund að fylgjast vel með þeim, enda þarf ekki mikið að fara úrskeiðis svo illa fari.

mbl.is „Þetta er kraftaverk"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Dásamlegt kraftaverk ekki spurning.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.6.2007 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband