Minningarorð sem vekja fólk til umhugsunar

Það leikur enginn vafi á því að minningarorð Einars S. Hálfdánarsonar, um dóttur sína, Susie Rut, í Morgunblaðinu á þriðjudag hafa vakið fólk til umhugsunar um fíkniefnavandann. Þar er skörp umfjöllun um þau mál og að því er virðist deilt mjög á þær meðferðir sem átt hafa sér stað á meðferðarheimilinu að Vogi undir leiðsögn Þórarins Tyrfingssonar sem hefur verið forystumaður þessara mála á þeim vettvangi í yfir tvo áratugi. Þar er líka deilt á stjórnmálaflokkana og á það bent að fíkniefnavandinn komst ekki á blað í kosningabaráttunni í vor að neinu leyti. Það var talað mun lengur um fleiri mál, sem ættu þó að standa okkur í raun fjær en þetta.

Eins og ég hef áður sagt hér dáist ég að þeim krafti sem felast í skrifum Einars á sannri raunastundu. Það er mikið átak að opna hug sinn og innri baráttu á tímum sorgar og harmleiks vegna andláts dóttur sinnar. Það er líka opnuð öll sagan á bakvið manneskjuna sem dó, öll skelfingin sem þau hafa þurft að gera upp eftir þetta dauðsfall er lagt á borðið fyrir almenning í skrifunum. Þetta er greinilega hans leið til að kalla á umræðu og kalla ennfremur á það að eitthvað sé gert við þeim vanda sem klárlega er til staðar.

Ég held að allir sem lesið hafa þessa grein hafi hugsað mjög um þessi mál síðustu dagana, auk auðvitað þeirra sem syrgja Susie Rut mest. Sorgin verður opinberuð og öll sorgarsagan er lögð á borðið fyrir lesendur, bæði til umhugsunar og þess að tryggja að þessi mál hverfi ekki í gleymskunnar dá þó að þau séu fyrir framan nefið á okkur jafn nöpur og þau eru óneitanlega. Það er óeðlilegt að sofa þessi mál, jafn skelfileg og þau eru almennt, af sér.

Mér finnst sérstaklega ánægjulegt að heyra ummæli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðisráðherra, um að þetta mál brýni sig og yfirvöld til verka. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur frá stjórnvöldum. Skrifin hafa vakið athygli og nú er kominn tími til að eitthvað róttækt gerist í þessum efnum. Gagnrýnin á Vog vekur mesta athygli. Málefni þess heyra undir heilbrigðisráðherra og fróðlegt að sjá hvort og þá hvað hann muni gera í þeim efnum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Við sem erum foreldrar slíkra barna erum líklega heldur þögull þrýstihópur,því mætti breyta en auðvitað er ekki auðvelt að opna sig með það fyrir alþjóð. Svo maður tali nú ekki um hvað fíklinum fyndist maður vera óhugnanlega viðbjóðslegur að gera það.

Það er þó umhugsunarefni. Í mogga í dag er agnarsmá klausa um reikningsnúmer sem hægt er að leggja inn á til að stofna sjóð gegn eiturlyfjum. Það fór þó heldur lítið fyrir henni.

Ragnheiður , 28.6.2007 kl. 01:46

2 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Komdu sæll Stefán,ég er nú sjálfur margra meðferðarmaður farið á vog nokkrum sinnum og á innlagnir á geðdeildir landsins vegna einmitt míns alkóhólisma og má ég benda á að þú verður sjálfur að vilja lausn þinna mála stofnanir geta ekkert gert ef þú ekki gerir neitt sjálf(ur) við getum ekki verið að ásaka einn eða neinn ég þurfti og þarf sjálfur að hafa mikið fyrir minni edrúmennsku.Auðvitað er umræðu þörf og beinlínis nauðsynleg og besta forvörn barna okkar erum við sjálf og við getum ekki komið einu eða neinu yfir á aðra alkinn spyr ekki um stétt eða stöðu heldur ávinnst og erfist.Og ég get vel sagt það hreint út hérna ástandið mun bara versna.Það skiptir engu hvað stjórnvöld gera ef ég sjálfur vill ekkert gera í mínum málum það er alveg í okkar valdi hvort við lifum eða deyjum því segi ég varðandi alkóhólisma ég verð sjálfur að hreinsa minn skít ég kem honum ekki yfir á neinn annann sorry too say. 

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 28.6.2007 kl. 08:38

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Stefán.

Ég vil byrja á því að þakka þér sérstaklega fyrir þessi skrif þín um hana Susie Rut. Þessi bloggskrif þín hafa fengið mikla umfjöllun síðan þú skrifaðir um hana fyrir stuttu. Reykjavík síðdegis á bylgjunni í gær fjölluðu mikið um þetta.

Þar var við tal við varaformann samfylkingar Ólaf Ágúst og Guðmund í Götusmiðjunni þar kom fram hjá við viðtali hjá Ólafi Ágústi að hann myndi leggja til að samráð verði haft við Guðmund í götusmiðjunni. varðandi forvarnir og hvað væri hægt að gera í þessum mála flokki.

Enn viti menn Það hefði aldrei verið haft samráð við Guðmund í götusmiðjunni í þau 16 ár sem hann hefur starfað að þessum málum. Sem sýnir í raun að ekkert er að marka hvað menn eru að segja.

Varðandi ummæli Guðlaugs Þórs ÞÓRÐARSONAR ég held að það sé ekkert að marka þessi ummæli. Það sem er að marka er að Fjármálaráðherra og Dómsmálaráðherra muni beita sér að krafti í þessi mál. og kaupi gegnumlýsingartæki til gegnumlýsingar á gámum sem koma til landsins.

Eins og framkom í viðtali í morgunútvarpi á bylgjunni í viðtali við Guðmund Hallvarðsson fyrrverandi Alþingismann þar kom fram að aðeins 5 gámar á dag eru skoðaðir sem er með ólíkindum. Það kom fram að stærstur hluti fíkniefna koma með gámum. Ekkert gegnumlýsingartæki til að gegnumlýsa alla gáma er til. Ef þetta tæki væri til tæki það aðeins 3 mínútur að framkvæma þetta. Fyrir utan að fáir tollverðir starfa við þetta aðeins 8 menn.

Síðan er það Seyðisfjörður þar er ekki hægt að skoða húsbíla sem koma til landsins vegna það er ekki gert ráð fyrir þessum bílum í skoðunarstöð.

Þessi skoðunar mál þarf að taka föstum tökum áður enn glæpahringir og glæpamenn ráða hér ríkjum og taka völdin í sínar hendur þá væri við farnir aftur í fornöld. 

Til að sporna við þessu verður þjóðin að hlusta á föður og móður Susie Rutar sem senda okkur skilaboð að bergðast strax við þessari eiturlyfja vá sem virðist tröllríða öllu. Það þíðir ekkert alltaf að ver að tala um fíkniefna laust íslands hver mann það ekki þegar Framsóknarmenn sögðu þetta. Síðan var skýrslan vímulaust ísland 2002. nú 5 árum síðar hefur þetta stórlega aukist. Til að gerist einkvað í þessum eiturlyfjamálum verður þjóðin að vakna af værum blundi menn geta ekki sofið endalaust. án þess að rísa upp.

þess vegna væri gott að fara dýpra ofan í þessi mál og fjalla um þau á faglegan hátt. Látum ekki sjúklinga vera í áskrift hjá geðlækni eins og fram kom hjá þér Stefán frá einum hjá einum bloggara sem tjáir sig þar.

Faðir og Móðir Susie Rut þið eru hetjur sem þora og hafa kjark að berjast gegn sölumönnum dauðans. Tökum mark á þeim

                    Enn og aftur Guð blessi ykkur öll í sorginni.

Jóhann Páll Símonarson. 

Jóhann Páll Símonarson, 28.6.2007 kl. 09:18

4 Smámynd: Eva Björk Ægisdóttir

Góð grein, vel orðað og sammála um að þessi harmleikur hafi vakið mikla og verðskuldaða athygli.

 Sýnir í raun að ákveðinn hópur í þjóðfélaginu fái ekki þá hjálp og eftirfylgni sem þau þurfa.

Þarf að vera meiri fjölbreytileiki í úrræðum og meðferðum svo fleiri nái kjölfestu. 

Eva Björk Ægisdóttir, 28.6.2007 kl. 10:47

5 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Það er ekkert mikilvægara í þessu þjóðfélagi en uppvaxandi kynslóðir. Það er eina örugga hlutverk okkar sem fullorðin eru að koma þeim til manns. Í okkar flókna þjóðfélagi þar sem stórfjölskylda er aflagt fyrirbrigði er það ríki og sveitarfélög sem eiga að taka á við slíkan vanda með okkur. 

Það er ósk mín og von að skrif föðurins og allra sem vekja athygli á þessu málu verði til þess að enn meiri kraftur verði settur í baráttu við fíkniefnin.

Það er á skrifunum að skilja að vandi Susie hafi jafnvel verið að ofurgreind hennar var ekki sýndur skilningur. Við erum komin áleiðis í því að aðstoða þá sem skortir greind en gleymum að þeir sem eru langt yfir meðaltalinu þurfa líka mikillir aðstoðar við.

Jón Sigurgeirsson , 28.6.2007 kl. 13:07

6 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

örlög þessarar ungu stúlku láta engan ósnortin en okkur greinir á um leiðirnar. hér í einni athugasemdinni þá er talað um að það þurfi nógu öflug gegnumlýsingartæki til að skanna alla sem koma til landsins. 

það leysir engan vanda. Við þurfum samfélag sem hafnar vímu og fíkniefnalífsstíl. Því miður er þannig lífsstíll hafinn upp til skýjanna í íslensku samfélagi í dag. Faðirinn segir í minningarorðum sínum: "Á Íslandi hefur aldrei verið framið hryðjuverk, en við höfum miklar varnir gegn þeim. Öflugustu glæpasamtök heims sjá um framleiðslu og dreifingu eiturlyfja." 

Sum stórhættuleg fíkniefni og vímuefni eru lögleg þó að takmarkanir séu á dreifingu og auglýsingum. En það keyrir út fyrir allan þjófabálk að íslensk stjórnvöld styðji við og hafi velþóknun á því að hættuleg eiturlyf séu auglýst sem séríslensk framleiðsla úr hinni ómenguðu og villtu náttúru Íslands.  

Sjá þessi blogg: 

Vodkasala ÍslandsFerðamálayfirvöld á glapstigum

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 28.6.2007 kl. 13:17

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentin og góð orð og hugleiðingar.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 28.6.2007 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband