Gordon Brown fær skugga Blair-tímans í arf

Sarah og Gordon Brown Innan við tveim sólarhringum eftir að Tony Blair yfirgaf bresk stjórnmál hefur Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, verið minntur á að hann tekur í arf skugga valdaferils forvera síns. Strax þegar að Brown keyrði frá fundinum með drottningu voru mótmælendurnir sem fylgdu Tony Blair þangað eftir og voru sem skuggi á eftir nýja forsætisráðherranum á leið í Downingstræti 10.

Nýr maður á valdastóli með skugga liðinna tíma á hælum sér í orðsins fyllstu merkingu. Atburðir dagsins í Bretlandi sýna Gordon Brown kristalskýrt að staðan er óbreytt frá 7. júlí 2005 er hryðjuverkin voru framin í London. Það hefur ekkert breyst. Sú ólga sem fylgdi Tony Blair eftir vegna ákvarðana um Íraksstríðið eru enn til staðar og munu jafnvel persónugerast í honum nema að uppstokkun verði í utanríkismálum.

Það er ljóst af ákvörðunum undanfarinna daga að Gordon Brown ætlar sér að vera forsætisráðherra innanríkismálanna og sýna kraft sinn þar. Skuggar utanríkismálanna eru þó vel til staðar og eflaust mun hann ætla að fela David Miliband lykilstöðu þar. En það verður augljóslega mjög erfitt fyrir forsætisráðherrann að gleyma utanríkismálunum og hugsa bara um innanríkismál.

Skuggarnir hans Tonys eru enda enn hróplega áberandi þó að hann sjálfur sé farinn frá og reyni að breyta ófriði í frið á öðrum vettvangi. Kaldhæðni, ekki satt?

mbl.is Lögregla lokar helstu leiðum um miðborg Lundúna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband