Helgi Rafn segist ekki hafa drepið hundinn Lúkas

Það hefur eflaust ekki verið nein sæla undanfarna daga að vera Helgi Rafn Brynjarsson. Hann hefur verið sakaður um að hafa drepið hundinn Lúkas og í kjölfarið verið hótað öllu illu með mjög áberandi hætti. Hann þurfti að loka vefsíðu sinni og hefur fengið vægast sagt kuldalegar hótanir í SMS-skilaboðum og tölvupósti. Það er mjög langt síðan að einum manni hefur verið hótað með jafn áberandi hætti og honum. Hann segist vera saklaus af því að hafa drepið hundinn og ætlar að reyna að hreinsa mannorð sitt með öllum tiltækum ráðum.

Helgi Rafn svaraði fyrir sig í Kastljósi í gærkvöldi og fór yfir sína hlið málsins. Ég sá þá klippu fyrst áðan og bendi þeim á sem ekki hafa enn séð að líta á það. Þetta mál hefur kallað á gríðarlega fjölmiðlaathygli. Það er mörgum mjög illa brugðið vegna þess og sitt sýnist hverjum. Eins og ég hef margoft sagt hér er engin lausn að hóta öðrum vegna þessa máls, Helga Rafni eða öðrum. Það er réttast að þetta mál verði rannsakað og öll gögn sem mögulega eru til verði könnuð betur en nú hefur verið gert.

Það leysir engan vanda að hrópa einn mann niður vegna málsins og eða að hóta honum öllu illu. Þetta mál verður að hafa sinn gang.

mbl.is Hreinsa mannorð mitt með öllum ráðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Engin er sekur fyrr en sökk sannast/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 30.6.2007 kl. 13:55

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Það ætti að vera frekar einfalt ef það er vilji fyrir því að koma í veg fyrir svona á opnum spjallborðum. Sú lausn felst í því að viðkomandi þarf að slá inn kennitöluna sína og staðfesta að hana með þartilgerðum auðkennislykli líkt og er notaður í netbankanum, þá myndu þessar hetjur hugsa sig tvisvar um áður er þær hóta ofbeldi og dauða.

Sævar Einarsson, 30.6.2007 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband