Hryðjuverkaógnin vofir sem mara yfir London

Gordon BrownEftir viku eru tvö ár liðin frá hryðjuverkunum í London sem skóku þessa rómuðu heimsborg og minntu íbúa í Evrópu á það að hryðjuverkaógnin er ekki síst til staðar þar á okkar tímum. Í þessari viku hafa íbúar London verið minntir á að sú ógn er enn til staðar í borginni. Lengi vel hefur verið látið í það skína að sú ógn tengist aðeins þjóðhöfðingjum sem hryðjuverkasamtökum líki illa við. Það má vel vera að það sé reynt að höggva að þeim með slíku en ógnin sem slík beinist gegn venjulegu fólki.

Hryðjuverkaárásin í London í júlí 2005 var líkt og hryðjuverkaárásin í Madrid í mars 2004 bæði ófyrirleitin og grimmdarleg. Henni var einvörðungu beint gegn saklausum borgurum. Ætlunin var í senn bæði að myrða og særa óbreytta borgara. Árásunum var ekki beint að þjóðarleiðtogum eða hefðarfólki. Þeir sem féllu í valinn, særðust og urðu fyrir henni að einhverju leyti er saklaust fólk, venjulegt fólk í London og Madríd, af ólíkum uppruna sem ekkert hefur sér til sakar unnið og var aðeins á röngum stað á röngum tíma. Það er hin napra staðreynd slíkra óhæfuverka.

Þetta vitum við annars öll. Það veit enda enginn hver verður fyrir slíku og á hvaða tíma það verður. Ekki heldur að hverjum það er beint. Eflaust átti að tímastilla þessar árásir vegna valdaskiptanna í Bretlandi. Tony Blair hefur látið af öllum pólitískum völdum og er horfinn úr sviðsljósi þess sem gerist á alþjóðavettvangi í raun. Þessar árásir eru skilaboð til Gordons Brown, forsætisráðherra Bretlands, um það að þessi ógn er ekki á enda runnin, ógnin er ekki að baki. Þetta eru reyndar líka skilaboð til hans um að skuggar liðinna tíma fylgja honum eftir við valdaskiptin. Hryðjuverkasamtökin gleyma engu og þó að nýr forsætisráðherra taki við völdum er hann enn andlit sömu ríkisstjórnar og studdi Íraksstríðið með áberandi hætti.

Þessi staða er vissulega mikil eldskírn fyrir Jacqui Smith, nýjan innanríkisráðherra Bretlands, sem er fyrsta konan á þeim valdastóli. Hún var varla búin að koma sér fyrir á ráðherraskrifstofunni í London þegar að ógnin vaknaði aftur, tveim árum eftir hryðjuverkaárásirnar. Hún stóð sig vel í gær við að tjá sig um þessi mál og fara yfir. Hún er nú orðin stjórnmálamaður í sannkallaðri eldlínu. Hún hefur gott fólk sér við hlið. Brown forsætisráðherra hefur valið fjöldann allan af reyndu fólki til að fara yfir þessa ógn og hafði reyndar kaldhæðnislega séð valið þann hóp áður en þessi ógn vaknaði í gær. Það er greinilegt að nýr forsætisráðherra Bretlands ætlar sér ekki að sofa á verðinum.

Það stefndi allt í það að Gordon Brown ætlaði sér að verða leiðtogi innanríkismálanna, vera forsætisráðherra sem hugsaði um málefnin inn á við. Það sást vel af áherslum hans í heilbrigðis- og menntamálum, en hann splittaði upp gamla menntamálaráðuneytinu. Það gæti breyst dramatískt vakni ógnin enn meir en nú er. Þá verður hann að hugsa meira út fyrir Bretland, enda kemur ógnin í raun þaðan þó að henni sé beint til breskra þegna. Hann virðist hafa valið mjög góðan hóp fólks til verka og er viðbúinn öllu.

Það er þegar ljóst á fyrstu dögum forsætisráðherraferils Browns að skuggar liðinna tíma á alþjóðavettvangi eru ekki að baki og sú ógn sem varð í London fyrir tveim árum getur vaknað á ný. Atburðir síðustu daga sýna svo ekki verði um villst að allt getur gerst.


mbl.is "London verður sprengd"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Getur vel verið að stríðsrekstur Breta hafi aðeins aukið líkurnar á hryðjuverkum. En Jihadistar hafa einnig reynt að fremja hryðjuverk í bæði Frakklandi og Þýskalandi, virðist ekki hafa hjálpað mikið að mótmæla Íraksstríðinu. Evrópa er alveg jafn mikið skotmark og Bandaríkin.

Því miður eru einhverjir þeirra í stríði gegn öllum vesturlöndum og því frelsi sem við erum vön, suma dreymir um að allir jarðabúar verði þvingaðir undir eitt heimsveldi í nafni Islam.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 18:00

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég hef illan bifur á þessu máli, er hrædd svo ég segi nú bara satt og rétt frá.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.6.2007 kl. 18:27

3 Smámynd: Íris

Reyndar er JIhad ekki eins og fólk heldur, eflaust margir múslimar sem misskilja það líka.  Jihad er þegar þjóð fer í stríð við aðra þjóð, þá eiga hermenn að berjast en aldrei er réttlátt þegar viljandi er farið og saklaust fólk drepið. Jihad er þegar búið er að óska eftir sáttu tvisvar sinnum og þá er þetta neyðarúrræði.  Kóraninn er svakalega miskilinn af bæði múslimum og öðrum!  Sumir túlka það sem þeir vilja og nota sín völd til að aðrir komist á sama band.   Kóraninn réttlætir ekki þessi hryðjuverk eins og við köllum þau í dag....þau eru morð á saklausu fólki!  Kóraninn boða frið og Islam þýðir friður.  Við aftur á móti erum bara mannleg og fólk getur verið grimmt.  

Ég er múslimi...ég hef lesið Kóraninn... allir sem ég þekki í kringum mig sem eru múslimar finnst þetta alveg jafnt hræðilegt og ykkur hinum!  Að verið sé að nota nafn trúarinnar svona.

 En voru íslendingar ekki að fagna 1000 ára afmæli kristinnar trúar hér um árið? sem fengið var með ofbeldi og hótunum?

 Hvað með hópana í Írlandi sem grýttu börnin sem voru á leið í kaþólsku skólana sína? 

Svo...SKúli...ég skil ekki þessi tilvitnun 008:039, ég er með Kóraninn en þetta vers vísar ekki í stríð á nokkurn hátt. 

Íris , 30.6.2007 kl. 18:50

4 identicon

Ég var alls ekki að alhæfa yfir múslima, vona að engin hafi misskilið ummæli mín.

Ég er sammála þér Íris. Oft bendi ég fólki á að múslimar eru 1,3 milljarður, ef þeir væru allir stríðsóðir öfgamenn þá væri áberandi heimsstyrjöld í dag.. 

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 19:52

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir góð komment og líflega umræðu.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 1.7.2007 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband