Opinberar harmsögur Steingríms J. halda áfram

Steingrímur J. Sigfússon Það var áhugavert að lesa Fréttablaðsviðtalið við Steingrím J. með morgunkaffinu. Hann er enn sorrý greinilega og grætur sinn hlut með áberandi hætti, þó reynt sé að brosa í gegnum tárin eins og fegurðardrottningarnar með lítt sannfærandi hætti. Enn er Steingrímur blessaður að reyna að sýna að hann hafi nú ekki klúðrað þessu svona feitt og svakalega fyrir VG á meðan að allir aðrir vita í rauninni betur. Enn og aftur fáum við þarna innsýn í hugarheim leiðtoga sem er hundfúll yfir stöðu sinni og getur greinilega ekki með nokkru móti horft framhjá súrsætri tilverunni sinni.

Það er skiljanlegt að Steingrímur J. sé ekki sáttur við sitt hlutskipti. Hann hefur setið á þingi í 24 ár, frá árinu 1983. Hann hefur aðeins verið í stjórnarmeirihluta í þrjú ár af þessum árafjölda. Það segir allt sem segja þarf. Steingrímur J. gerði sér háleit markmið um stjórnarþátttöku að loknum kosningunum 12. maí sl. Sigur VG, sem svo lengi var í augsýn alla kosningabaráttuna, varð er á hólminn kom ekki eins glæstur og stefndi svo lengi í. Flokkurinn mældist með allt upp í 28% og 15-17 þingsæti en hlaut að lokum aðeins níu, tveim fleiri en Framsókn.

Þó að VG hafi vissulega unnið um margt stóran sigur í kosningunum frá þeim hinum fyrri, sem óumdeilt er, varð sigurinn engu að síður súrsætur og brosin voru ekki sönn á kosninganótt. Stærsta stjarna VG í kosningunum, Guðfríður Lilja skákdrottning, komst ekki inn á þing er á hólminn kom og eftir stóð þingflokkur sem minnti meira á Alþýðubandalagið eldgamla sem sofnaði svefninum langa fyrir áratug en nýjan framsækinn stjórnmálaflokk með ferskar rætur. Ásýndin var önnur en að var stefnt, það var flokknum verulegt áfall að ná ekki inn Guðfríði Lilju og Ingibjörgu Ingu, svo að ekki sé nú talað um Björn Val og Ölmu Lísu, svo fáir séu nefndir.

Gremja VG í garð Samfylkingarinnar leyndi sér ekki í eldmessu Steingríms J. í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra og sú sorgarsaga birtist enn í Fréttablaðinu í dag. Norðlenski bóndasonurinn frá Gunnarsstöðum minnti meira á hryggbrotinn unglingspilt í ástarsorg en hnarreistan mann valdsins á þeim tíma. Í stað þess að byggja upp sína framtíðarsýn og tala málefnalega um lykilmál kjörtímabilsins var hann eins og maður sem missir makann í fang annars manns og er að bogna af gremju og svekkelsi. Þetta var hreint út sagt dapurt móment á ferli þessa þaulreynda þingmanns.

Þrátt fyrir áratugi í pólitík klúðraði hann með mjög áberandi hætti stjórnarmyndunarmöguleikum flokks síns -  hann lagði líka í rúst möguleikana á vinstristjórn, stjórn án aðkomu Sjálfstæðisflokksins, sjálfstæðismönnum til mikillar gleði. Þann kaleik ber hann einn. Honum varð svo mikið um stöðuna sem skapaðist við stjórnarmyndun Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að hann fór í sauðburð norður á Gunnarsstaði, kúplaði sig út og hugsaði sitt ráð.

Ég hallast að því að Steingrímur sé svo fúll vegna þess að hann hafi haldið innst inni að hann myndi sitja að Sjálfstæðisflokknum einn myndi slitna upp úr samstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hann actaði þannig að sú væri hans hugsun mála. Það hvernig hann sparkaði í Framsókn strax eftir kosningar með kröfu um afsökunarbeiðni á kosningaauglýsingu og að Framsókn myndi verja hreina vinstristjórn falli bar ekki vitni þess að hann vildi þá að samningaborði með þeim. Það blasir við öllum sem reikna saman tvo og tvo pólitískt.

Það er skiljanlegt að Steingrímur J. sé hundfúll. Hver væri það ekki eftir að hafa svona ævintýralega áberandi klúðrað sénsunum í stöðunni. Það er lítið um gleði hjá vinstri grænum á þessu sumri. Þar tekur nú við sambúð með fornum fjandvini, sjálfum Framsóknarflokknum. Það verður sambúð sem kengur verður í, svona kæfingarfaðmlag tveggja andstæðinga sem verða að unnast en vilja það ekki, eru hundfúl í sömu hjónasæng. Í ljósi þess er gremjan í garð Samfylkingarinnar afskaplega vel skiljanleg.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi Stefán, stundum ertu svo fyrirsjáanlegur í "fréttaskýringum" þínum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.7.2007 kl. 14:55

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þetta er engin fréttaskýring. Þetta eru skoðanir mínar á málinu.

Ert þú jafnfúl og Steingrímur J. Jenný? Mér sýnist það og ég skil ykkur mjög vel.

Stefán Friðrik Stefánsson, 1.7.2007 kl. 14:58

3 Smámynd: Sveinn Valdimar Ólafsson

Frábær fréttaskýring og vissulega fyrirsjánaleg í þeim skilningi að þetta er allt hárrétt hjá þér. skemmtilega skrifað og virðist strax koma við kauninn á VG, sem þola aldrei neina gangrýni í sinn garð bara þola það ekki.  Það má ekki gagnrýna þá né rýna í þá eins og þú gerir. Merkilegt hvað þeir eru viðkvæmir eins og þeir hika ekki við að ganrýna allt og alla í séfeelu. Þá vantar ekki  gífuryrðinn og siðaboðskapinn.  

 kær kveðja

Sveinn

Sveinn Valdimar Ólafsson, 2.7.2007 kl. 01:13

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Sérstaklega eftirtektar vert er þegar VG hefur gagnrýnt þingmenn fyrir að sitja einnig í sveitarstjórn. Síðan eru VG í starfi hjá hinu opinbera eða stjórna hagsmunahópum launafólks. 

VG er með gríðarlegan tvískinnung í öllu tali sínu. Ef það ætti að taka þá markverða myndu allir þingmenn þeirra segja sig úr öllum öðrum störfum og embættum og starfa einungis við þingmennsku. 

Fannar frá Rifi, 2.7.2007 kl. 13:03

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kveðjuna og góð orð Sveinn Valdimar.

Nákvæmlega Fannar, þarna hittirðu naglann svo sannarlega á höfuðið. Þeir í VG eru ekki alltaf beint samkvæmir sjálfum sér.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 2.7.2007 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband