Jóhann Helgason kærir stuld á laginu Söknuði

Jóhann Helgason Lengi hefur verið þrálátur orðrómur um að lögin Söknuður, sem varð ódauðlegt hérlendis í flutningi Vilhjálms Vilhjálmssonar, og You Raise Me Up, í flutningi Josh Groban, séu ótrúlega lík. Nú hefur Jóhann Helgason, tónlistarmaður, höfðað höfundaréttarmál í Bretlandi vegna málsins, en hann samdi lagið Söknuð fyrir þrem áratugum. Eftir rannsókn á lögunum þar sem hljómar og laglína voru borin vísindalega saman kemur í ljós að lögin eru 97% eins.

You Raise Me Up er samið af Norðmanninum Rolf Lovland. Hann hefur dvalið langdvölum á Íslandi og telur Jóhann að hann hafi samið lagið undir áhrifum af Söknuði. Sjónvarpsþátturinn Kastljós fjallaði um málið í tilefni Íslandsfarar Josh Groban og þá kipptist söngvarinn allsnarlega við að heyra lagið Söknuð, sem skiljanlegt er miðað við hversu lík lögin eru.

Lagið Söknuður hljómaði fyrst opinberlega á plötunni Hana nú árið 1977, síðustu hljómplötu Vilhjálms Vilhjálmssonar, skömmu fyrir andlát söngvarans, sem sjálfur samdi textann við lagið. Það er öllum ljóst að líkindi laganna eru mikil og mun Jóhann ætla að láta reyna á sína stöðu.

Lögin Söknuður og You Raise Me Up eru bæði í spilaranum hér, fyrir þá sem vilja hlusta aftur á þau.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Einhvernvegin finnst mér þau ekki nógu lík til að leggja fram kæru, en ég ér náttl. ekki fræðingur í þessu, né les nótur. Rétt hjá honum samt að gera eins og hann vill.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.7.2007 kl. 20:35

2 identicon

Þessi lög eru alveg ótrúlega lík. Sömu dúrar, moll og sjöundir. Laglína flöktir smá í einum kafla en í grunnin er hún alveg eins.

Ég myndi segja að þetta lag sé stolið af yfirlögðu ráði.

Einar Örn Ólafsson (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband