FH á sigurbraut eftir áfall - Fram pressar KR-inga

FH FH komst aftur á sigurbraut í kvöld er þeir unnu Víkinga. Í síðustu viku urðu þeir fyrir miklu áfalli er þeir töpuðu stórt fyrir Vali, sem var stærsta tap þeirra í yfir fjögur ár. Það verður spennandi að sjá á næstunni hvernig FH muni ganga. Þeir byrjuðu mótið vel og voru um tíma komnir með óvinnandi forskot. Það tal breyttist með tapinu fyrir Val.

Fram vann Breiðablik í kvöld og komst úr fallhættu með sigrinum. KR vann síðasta leik sinn og bjargaði sér úr mestri hættunni þá. Með sigri Fram eykst pressan á þá aftur og þeir verða að berjast eins og ljón fyrir stöðu sinni áfram. Það verður spennandi að sjá hvort að KR nær að halda sigurgöngunni áfram eftir síðasta leik eða hvort að þeir færast enn fjær næstu liðum.

Boltinn hér heima er ekki spennandi. KA og Þór eiga í greinilegum erfiðleikum. Það er afleitt mál. Vonandi ná liðin að snúa vörn í sókn. Sérstaklega er staða KA orðin slæm og er með ólíkindum að fylgjast með lánleysi liðsins. Það er fátt gott af málum að frétta því héðan.

mbl.is Fram og FH unnu góða sigra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þetta tap Fh á móti Val kom mér ekki óvart.
Ef hingsvegar sigur vinnst ekki í kvöld á móti Hk skipti þessi sigur á móti Fh engu máli.
Mín skoðun er að best væri ef titillinn færi úr hfn og yrði geymdur í nýjasta og flottasta íþróttamannvirki okkar Íslendinga næstu árin :)

Óðinn Þórisson, 4.7.2007 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband