Stórmerkilegur brúðkaupsdagur framundan

Brúðhjón 7. júlí verður ógleymanlegur dagur í lífi fjölda fólks. Það er ekki óeðlilegt að margir vilji gifta sig á þeim degi og minnast þess að 07-07-07 sé þeirra dagur. Það er reyndar ekki amalegt að eiga barn á þessum degi, sem eignast með því fallega og eftirminnilega kennitölu allavega.

Hér í Akureyrarkirkju stefnir sennilega í stóran brúðkaupsdag, með þeim stærri. Sex giftingar verða þann dag og sú síðasta kl. 19:00, sem er mjög skemmtileg tímasetning á þessum sjöunda degi. Þau verða allavega ekki verkefnalaus í kirkjunni.

Sá í fréttunum um daginn að það var sagt að löng biðröð hafi verið fyrir utan Háteigskirkju þegar að farið var að bóka giftingar þennan dag. Komust svo sannarlega færri að en vildu þá. Það sýndi mjög vel hversu margir vildu giftast á þessum degi.

Það er reyndar stór spurning auðvitað hvort að svo stór dagur sé hinn heppilegasti brúðkaupsdagur. Sumir vilja þannig dag, hinir vilja kyrrð og ró, eiga sinn sérstaka dag. Dag sem er ekkert meira í sviðsljósinu en aðrir helgardagar.

mbl.is Hætt við hjónavígslur 07.07.07
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já mér þóttu ágæt tilsvör prestsins í Vestmannaeyjum þegar hann sagðist vera í 7 himni yfir þessu öllu saman

Herdís Sigurjónsdóttir, 4.7.2007 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband