Eftirmálar þess að Mogginn lokaði bloggsíðu

Það er rúm vika síðan að yfirmenn Moggabloggsins lokuðu bloggsíðu Emils Ólafssonar hér í kerfinu. Það var endir á talsverðu leiðindamáli, sem við öll sem hér skrifum fylgdumst ágætlega með. Ég tjáði mig örlítið um þá lokun. Í kjölfarið fékk ég talsvert af kommentum hér inn vegna og eiginlega enn meiri viðbrögð í tölvupósti. Voru skiptar skoðanir um það sem ég skrifaði. Flestir voru þó sama sinnis. Hinir voru helst að finna að þeirri skoðun minni að yfirmenn hér gætu stjórnað því hverjir skrifi hér eða fengju pláss til að skrifa það sem þeir vildu.

Ég stend við nákvæmlega það sem ég sagði. Þetta bloggsvæði er í einkaeigu. Þar gilda reglur og þar er standard yfir. Rjúfi menn grunnskilmálana hér geta þeir átt von á að lenda í því að lokað sé á þá. Þetta er ekki bloggkerfi án reglna og skilmála. Eins og í flestum samfélögum eru þar viss grunnur og það er skýrt hvernig það allt er hér. Ég treysti þeim hér á Moggablogginu til að stjórna þessum vettvangi með heiðarlegum hætti og standa vörð um að hér sé viss standard á umgjörðinni.

Það er auðvitað svo með opin bloggkerfi að þar safnast saman ólíkt fólk, með ólíkar aðferðir til að tjá sig. Flestir hér eru mjög málefnalegir og hafa góðar bloggsíður. Skilaboðin sem send voru héðan um daginn voru þau að þetta samfélag er ekki stjórnlaust og þar er tekið á vandamálum. Ég gat ekki betur séð en að flestir voru ánægðir með niðurstöðuna, sérstaklega þeir sem hér skrifa.

Þegar á hólminn kemur skiptir það mestu máli; að þetta bloggsamfélag haldist öflugt. Hér eiga allir sín tækifæri til að skrifa. Það má vel vera að flestir bloggarar hér hafi ólíkar skoðanir og aðferðir við að tjá sig. Mestu skiptir að haldast málefnalegur og geta rætt hlutina með heiðarlegum hætti. Án þess er ekkert vit í hlutunum. 

Þannig að ég er enn sömu skoðunar eftir þetta fræga leiðindamál. Því er sem betur fer lokið og ég tel að allir viti mun betur nú en áður hver mörkin eru hér og hvernig tekið er á leiðindamálum sem skekja innviði þessa bloggkerfis. Og það deilir enginn lengur um að hér er öflug yfirstjórn sem passar vel upp á allar hliðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Skrítið að loka bloggsíðu en þetta er eins og var gert á Egil Helgason.

Hvað var hann að skrifa?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 4.7.2007 kl. 15:17

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

það er ekki víst að hin "öfluga yfirstjórn" sé til bóta. Þótt bloggsíðu sé ekki lokað vegna "dónaskapar" er það alls ekki samþykki um gæði hennar, að hún sé siðleg, en hættan er sú að sumir reyni á þolinmæði "yfirstjórnar" og gangi sífellt  lengra og lengra í meiðandi ummælum, líti svo á að þögn "yfirstjórnar" og aðgerðarleysi sé einskonar samþykki.

Ég virði þó þitt sjónarmið sem er vel rökstutt en hver bloggari verður að bera ábyrgð á eigin ummælum, að mínu áliti.  Að loka bloggsíðu er eins og að fleygja sönnunargögnunum, engin getur myndað sér skoðun á síðunni. Mun mogginn varðveita "ósóman" og afhenda lögreglu ef einhverjum dytti í hug að fara í meiðyrðamál? Eða, hvernig getir sá sem verður fyrir árásum metið hvort það taki því að fara í meiðyrðamál þegar búið er að fela textann?

Benedikt Halldórsson, 4.7.2007 kl. 16:23

3 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Ég skildi það svo að Egill hafi sjálfur kosið að færa sig yfir á eyjan.is sem er lokaður hópur úrvalsbloggara.
Missti af þessi með þennan Emil, hvað var hann að skrifa um?

Kolbrún Baldursdóttir, 4.7.2007 kl. 16:46

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Gísli: Hann var að skrifa gegn kvenréttindum og stuðaði ansi marga hér með orðavali sínu. Þetta varð frekar óviðeigandi og það urðu mikil leiðindi út af þessu. Í heildina var þetta þó mál sem reyndi á umgjörðina hér utan um kerfið.

Benedikt: Það er erfitt um að segja. Þeir íhuguðu sín skref vel, veit ég, og tóku ekki ákvörðun í hasti. Þetta var einfaldlega skref sem þeir töldu mikilvægt að stíga til að passa upp á bloggkerfið.

Kolbrún: Hann var að tala gegn kvenréttindum og var með fleiri stuðandi ummæli. Það er ánægjulegt að þú hafir misst af þessu, enda voru þetta ekki geðsleg skrif.

Árni: Emil gat auðvitað verulega sjálfum sér um kennt með stíl sínum og skrifum. Þetta fór verulega yfir öll mörk.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 4.7.2007 kl. 17:57

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ég verð að vera sammála Árna í þessu máli ef satt reynist. Öflugur þrýsti hópur hefur myndast hér í bloggheimum sem getur ýtt við fjölmiðlum og stjórnmálamönnum eftir eigin geðþótta ákvörðun. 

Ef bloggi er lokað þá ætti að koma með röklegar skýringar á því. Voru orð hans á einhvern hátt verri en orð annarra? Braut hann á einhvern hátt lög með skrifum sínum?

Ef ekki þá er mogginn greinilega að ritskoða skoðanir bloggaranna sem eru hérna. 

Fannar frá Rifi, 4.7.2007 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband