Háspenna á Skaganum - Bjarni þurfti fylgd burt

Úr leik ÍA og Keflavíkur Það er óhætt að segja að eitt umdeildasta atvik íslenskrar knattspyrnusögu hafi gerst í leik ÍA og Keflavíkur á Skaganum í gærkvöldi þegar að Bjarni Guðjónsson skoraði sigurmark leiksins, sem deilt er um nú hvort hafi verið óviljaverk eða lagt upp viljandi. Þurfti Bjarni lögreglufylgd heim til sín eftir leikinn vegna ólgunnar og hann komst ekki einu sinni í búningsklefann án þess að þurfa liggur við að takast á við leikmenn Keflavíkur, sem voru illir yfir markinu.

Þetta umdeilda mark má sjá í þessari klippu. Ég trúi því hreinlega ekki að Bjarni hafi viljandi látið vaða til að skora. Það er að ég tel ekki rétt að telja að hann hafi verið svo óforskammaður og því er ekki annað hægt en að láta hann njóta vafans. Ég skil ólguna í herbúðum Keflavíkur. Þetta er atvik sem menn munu liggja yfir og hugleiða vel næstu dagana; hvernig staðið var að marktækifærinu og hvort leikmaðurinn hafi ætlað sér að skora. Það verður tekist á um það alla tíð. Fyrirfram séð verður þetta sennilega eitt af umdeildustu atvikum íslenskrar knattspyrnu um langa tíð.

Það er auðvitað alltaf hasar í boltanum. Þetta atvik sýnir vel hversu mikið líf getur átt sér á leikvangi. Ef marka má umræðuna í dag er ólgan mikil. Bjarni hefur gefið út yfirlýsingu um að markið hafi verið óviljaverk. Það er tekist á um þá merkingu nú þegar og viðbúið að hér sé eitt stærsta móment íslenskrar knattspyrnusögu komið í sögubækurnar og deildar meiningar um hvernig þetta hafi allt verið. Engin ein niðurstaða fæst í það.

Fyrir þá sem horfðu á leikinn mun þetta atvik ekki gleymast og spurningin um hvernig það hafi verið í raun og veru fylgir á eftir, sérstaklega leikmönnum Keflavíkur, sem skiljanlega eru argir. Það eru líka tímamót í boltasögunni okkar að leikmaður þurfi fylgd heim til sín. Það sýnir einfaldlega ólguna með þetta umdeilda atvik og kergjuna sem verður til staðar vegna þess, eflaust um alla tíð.

mbl.is Bjarni þurfti lögreglufylgd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, ótrúleg harkan í þessu, menn eru bara snarbrjál. Vona að þetta jafni sig nú.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.7.2007 kl. 15:18

2 Smámynd: H

 

Þetta var ótrúlega slysalegt mark , óvart eða ekki veit enginn nema Bjarni sjálfur. Mistök verða ansi oft í fótboltaleikjum sem erfitt er að útskýra samanber þegar lansliðið okkar færði svíum boltann og mark varð úr sællar minninga. En það sem eftir fór er alveg gjörsamlega fáránlegur farsi leikmönnum keflavíkur til háborinnar skammar og þessi leikmaður Keflavíkur sem vísvitandi ætlaði að slasa Bjarna og glotti svo þegar hann var rekinn útaf ætti að vera settur í leikbann út sumarið !  Það að Bjarni er ekki slasaður í dag er að þakka reynslu hans og hvernig hann hoppar og gefur eftir með fætinum sem sést ef horft er aftur á þetta dapurlega atvik. Slysalegt mark hjá Bjarna en gjörsamlega fáránleg hegðun keflavíkurliðsins og þjálfarinn ekki skárri í viðtölum eftir leik. Skagamenn gáfu eftir í vörninni eftir þetta og keflavík fékk ódýrt mark sem líklega hefði aldrei gerst því keflavík átti engin svör við varnarmúr Ía !

Húðskammist ykkar liðsmenn Keflavíkur og ég treysti því að aganefnd Ksí taki hart á brotum og framkomu Keflavíkurmanna ! Og skráðar verði svo nákvæmar reglur um hvernig skuli afgreiða bolta eftir útafspark við aðhlynningu slasaðs leikmanns , þá verður engin vafi á þessum atriðum hér eftir og málið klárt !

Annars eru Keflvíkingar upp til hópa yndislegt fólk eins og Skagamenn líka !

H, 5.7.2007 kl. 15:22

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Sem fyrrverandi íbúi Keflavíkur þá er ég ekki sáttur við Bjarna, en það var hárétt ákvörðun að veita honum lögreglufylgd það gæti hafa komið í veg fyrir atburðarás sem öllum hefðu þótt miður eftirá.
Annars er gert ansi mikið úr þessu öllu og óþarfi að menn fari á límingunum þó einhverjir pústra hafi orðið eftir leik meðan adrenalínið er enn á fullu.
Boltinn heldur áfram að rúlla og menn snúa sér að næsta verkefni.
Það verður eflaust baulað á Bjarna í næstu leikjum ÍA og Keflavík en annað verður það ekki.
Að sjálfsögðu á að taka hart á fólskulegum brotum í öllum íþróttaleikjum og vona að þessi 19 ára strákur hjá Keflavík sem braut á Bjarna sjái að sér.

Grímur Kjartansson, 5.7.2007 kl. 15:55

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Bjarni hefur svarað þessu og er ég sáttur við hans svar.
Ég er sammála Guðjóni Þ. að gefa keflvíkingum ekki mark eins og þeir báðu um þar sem þetta var óviljaverk - einnig var Ómar markvörður illa staðsettur - voru þetta ekki bara markvarðarmistök.
Leikmaðurinn sem braut á Bjarna G. ætti að fá mjög langt bann og spuring með hvort ekki megi skylgreina þetta sem árás.
Framkoma leikmanna Kef eftir leik er svo allt annað mál og eitthvað sem KSÍ þarf að skoða alveg sérstaklega. 

Ég geri ráð fyrir aðsóknarmeti á Keflavíkurvelli þegar þessi lið mætast þar.

Óðinn Þórisson, 5.7.2007 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband