Er einn hryðjuverkamannanna staddur hérlendis?

Hryðjuverk í Skotlandi Ég verð að viðurkenna að ég kipptist við þegar að ég sá fréttir um það að einn þeirra sem taldir eru standa að hryðjuverkunum misheppnuðu í London og Glasgow væri mögulega staddur hér á landi. Um er að ræða verkfræðinema frá Indlandi og er talið mögulegt að hann hafi komið hingað. Þetta er eitt merki þess hversu lítill heimurinn er orðinn á tímum alþjóðlegra hryðjuverka.

Það er greinilegt að greiningardeild ríkislögreglustjóra fylgist vel með þessu máli og er þar er það metið með þeim hætti að öllu er haldið opnu og staðan könnuð. Þetta er víst staðan eins og hún er orðin. Ísland er auðvitað í aðeins þriggja klukkutíma fjarlægð frá vettvangi þessara hryðjuverka og við getum ekki búist við því að við séum utan þeirrar umræðu og eða þeirrar ógnar sem mögulega er til staðar.

Eins og ég benti á í pistli á mánudag er auðvitað algjörlega út í hött fyrir okkur að horfa framhjá þessari alheimshryðjuverkaógn. Þessi nýjustu hryðjuverk gerast í þriggja tíma flugfjarlægð frá okkur. Við erum partur af heimsmyndinni og getum ekki sagt að við séum ekki hluti af heiminum í þessum efnum. Ógnin gæti hæglega komið upp hér. Það er auðvitað hin napra staðreynd sem við verðum að taka á.

mbl.is Mál meints hryðjuverkamanns til skoðunar hjá ríkislögreglustjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Henda Birni Bjarnar í málið

Hallgrímur Guðmundsson, 5.7.2007 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband