Minningarsjóður stofnaður um Susie Rut

Susie RutFlestum er í fersku minni sterk minningarorð Einars S. Hálfdánarsonar, um dóttur sína Susie Rut Einarsdóttur, er hún var jarðsungin 26. júní sl. Þau orð vöktu mjög marga til umhugsunar um fíkniefnavandann og þann skaða sem hann skilur eftir víða í samfélaginu. Nú hafa vinir Susie Rutar stofnað minningarsjóð til minningar um hana, sem vinnur gegn fíkniefnavá með öflugum hætti.

Það er mjög virðingarvert að Susie Rutar sé minnst með þessum hætti og ég tel það glæsilegan vitnisburð um sanna vináttu í hennar garð og fjölskyldunnar. Fyrst og fremst er mikilvægt að minningu hennar sé haldið á lofti. Hún var harmdauði. Hún var öflugur félagi í flokksstarfinu og hún var dugleg og einbeitt í sínum störfum fyrir flokkinn allt til enda.

Það er mikilvægt að stofna sjóð sem byggir á baráttunni gegn fíkniefnum og til að efla forvarnir af ýmsu tagi. Með þeim hætti er best minnst Susie Rutar að mínu mati.


mbl.is Minningarsjóður um Susie Rut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Já ég er sammála þessu hjá þér , minningu hennar verður best haldið á lofti með slíkum sjóði

Ragnheiður , 5.7.2007 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband