Stöð 2 sker niður um fréttaþul í kvöldfréttum

Svo virðist vera sem að Stöð 2 hafi skorið niður um einn fréttaþul í kvöldfréttatíma sínum. Það vakti mikla athygli mína við að sjá fréttatímann rétt í þessu að þar var aðeins einn fréttaþulur, Sólveig Bergmann, í settinu. Svona var þetta líka í gærkvöldi. Þessi áberandi niðurskurður vekur mikla athygli í ljósi umræðunnar um að fréttastofan verði jafnvel lögð niður. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin um það, né umræðunni um þá lokun verið neitað með áberandi hætti.

Það hefur lengi verið það mest skemmtilega við kvöldfréttir Stöðvar 2 að þar eru tveir fréttaþulir og yfirbragð fréttanna líflegra en hjá Ríkissjónvarpinu. Nú er sama yfirbragð komið á fréttir þeirra og Ríkissjónvarpsins. Einn fréttaþulur les. Þetta vekur talsverða athygli og vekur upp spurningar um hvort frekari niðurskurður sé framundan á fréttasviði 365 í ljósvakamiðlunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Var einmitt að velta þessu fyrir mér í gærkvöldi, hvort þetta væri fyrirboði endalokanna.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.7.2007 kl. 19:14

2 Smámynd: Signý

Það er júlí... fólk er í sumarfríum...

Signý, 5.7.2007 kl. 19:43

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Ásdís: Þetta er stórmerkilegt, þetta mun kveikja undir umræðuna um stórfelldan niðurskurð þarna.

Signý: Það hafa verið sumarfrí á Stöð 2 frá upphafi. Samt hafa þar verið tveir fréttaþulir nær alla tíð. Það er virkur dagur, gæti skilið niðurskurð um helgar. En það er eitthvað stórt í gangi þarna. Það er alveg ljóst.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 5.7.2007 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband