Libby-málið séð með næmum augum Steve Bell

Libby-málið séð með augum Steve Bell

Skopmyndateiknarinn Steve Bell hjá Guardian er algjör snillingur að teikna stöðu mála í stjórnmálum upp með í senn næmum og fimum hætti. Ég tók vænt bakfall af hlátri þegar að ég sá þessa eðalgóðu mynd hans um mál Scooter Libby. Nokkrir dagar eru liðnir frá því að George W. Bush mildaði dóm hans og útilokaði ekki að hann myndi síðar ganga alla leið og náða hann. Algjört pólitískt dómgreindarleysi hjá þjóðarleiðtoga sem er sífellt að sökkva dýpra pólitískt.

Þarna sýnir Steve Bell okkur kaldhæðnislega innsýn í málið. Pútin Rússlandsforseti hefur verið í Bandaríkjunum og verið í boði Bush í sumarbústað fjölskyldu hans í Maine. Meðal þess sem þeir gerðu var að fara í veiðiferð. Þarna sjáum við fenginn þeirra félaganna. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband