Kolsvartur dagur - lægsti þorskkvótinn til þessa

Einar, Geir og Ingibjörg Sólrún Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fara eftir tillögum Hafrannsóknarstofnunar um að skera þorskkvótann niður um 63 þúsund tonn. Kvótinn verður því aðeins 130 þúsund tonn, hið minnsta til þessa. Þetta er gríðarlegt áfall fyrir landsbyggðina, það er öllum ljóst. Það þarf ekkert að fara í grafgötur með það.

Ég taldi fram til þess að ekki yrði farið alla leið í niðurskurði og áfallið yrði mildað meira en þessar tillögur fela í sér. Það eru naprir tímar framundan um allt land, það blasir alveg við. Það hafa verið gefin fyrirheit um að áfallið verði mildað með hliðaráhrifum. Það verður að láta á þær reyna.

Hitt er svo aftur á móti annað mál að þetta verður erfiður vetur í hinum dreifðu byggðum og þar verður enn harðari lífsbarátta en við höfum áður kynnst. Fjöldamargar byggðir haldast uppi vegna verkunar sjávaraflans og með svo mikilli skerðingu blasir við að kuldi tekur við, það verður víða erfitt. Það verður fróðlegt að sjá betur hverskonar mótvægisaðgerðir komi til, en á það verður að reyna.

En svartur dagur er þetta. Það eru erfiðir tímar framundan og nú reynir á það hversu vel ríkisstjórnin heldur á málum í kjölfarið.

mbl.is Þorskkvótinn verður 130 þúsund tonn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Satt er það Svartur dagur/lika fyrir flokkana báða,samráðið var ekki við hina,sem átti að vera!!!Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 6.7.2007 kl. 12:43

2 Smámynd: Kjartan Eggertsson

Haldið þið í alvöru að einhverjar mótvægisaðgerðir geti treyst sjávarbyggðirnar?

Skertur sjávarafli þýðir bara brottflutning fólks vegna samdráttar á atvinnutækifærum.  Sjávarbyggðirnar eru ekki samkeppninsfærar í neinum atvinnugreinum öðrum en þeim sem lúta að sjósókn og vinnslu.  Engar mótvægisaðgerðir geta breytt því.

Kjartan Eggertsson, 6.7.2007 kl. 13:28

3 Smámynd: Þórður Gunnarsson

Það er gleðiefni að sjávarútvegsráðherra hafi einu sinni hlustað á Hafrannsóknarstofnun. Óháð gildi og gæðum rannsókna þá eru þær það eina sem við höfum í höndunum, og þar til eitthvað betur kemur upp á yfirborðið er skynsamlegra að miða við vísindalegar niðurstöður í stað fiskifræði sjómannsins, sem gefur mjög misvísandi skilaboð (þó auðvitað skipti hún máli líka).

Til að mynda gerir sjálft Sjómannasambandið sér fullkomlega grein fyrir þessu og studdi að fara sem næst tillögum Hafró.

Þórður Gunnarsson, 6.7.2007 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband