Úrhellisrigning á Hróarskeldu - sést til sólarinnar

Regn á Hróarskeldu Það hefur víst verið algjör úrhellisrigning á Hróarskeldu alla vikuna, en þar er tónlistarhátíðin árlega og rómaða haldin nú. Er eiginlega ekki hægt annað en að vorkenna þeim vinum mínum sem fóru þangað að þessu sinni til að upplifa sælu og gleði. Einhversstaðar þarna á milli er sennilega regnið efst á baugi hjá þeim.

Var að sjá fréttamyndir af þessu áðan og það er greinilega ekki beint spennandi að vera þarna eins og er. Svæðið er enda hreinlega orðið eitt forarsvað og allt er hundblautt. Þetta er kannski eins og þjóðhátíðin í Eyjum árið 2002, eða verri kannski? Hver veit.

Eitthvað er þó spáin að skána og sólin virðist ætla að ná að skína eitthvað þarna yfir bleytunni. Það verður gaman að heyra ferðasöguna þegar að liðið kemur heim.

mbl.is Sólin farin að skína á Hróarskeldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband