Sigríður Snævarr fæðir barn elst íslenskra kvenna

Sigríður Snævarr Sigríður Snævarr, sendiherra, fæddi í gærkvöld son. Hann er fyrsta barn Sigríðar og Kjartans Gunnarssonar, fyrrum framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Sigríður, sem er 55 ára gömul, telst vera elsta íslenska konan sem fæðir barn eftir því sem heimildir herma. Er því um að ræða stórmerkilega fæðingu hérlendis og viss tímamót. Víða erlendis hefur þekkst að konur hafi alið börn á sextugsaldri og jafnvel fram yfir sextugt að mig minnir.

Ég óska Sigríði og Kjartani innilega til hamingju með barnið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Gaman að heyra þetta. Óska líka Sigríði og Kjartani til hamingju. Ég veit að þau verða frábærir foreldrar og barnið á marga góða að.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 6.7.2007 kl. 17:43

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Stefán Friðrik!

Ég les pistlana þína reglulega og hef mjög gaman af.

Sammála þér varðandi heillaóskir til handa félaga Kjartani og Sigríði. Yndislegt að hugsa til þess að þau skuli vera búin að eignast barn. Ég veit að þetta barn er í góðum höndum.

Kveðja,

Guðbjörn Guðbjörnsson

Guðbjörn Guðbjörnsson, 6.7.2007 kl. 17:55

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Kjartan er af góðum vestfirskum ættum.  Gott er, að enn fjölgi í þeim ættbálki.

Síðan eru ætir hans góðar að austan en þær þekki ég auðvitað minna.

Sigríður Snævar er einnig vel ættuð og standa því styrk genamengi að hinum nýja þegn hins íslenska ríkis.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 6.7.2007 kl. 18:45

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Frábærar fréttir.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.7.2007 kl. 19:34

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ofboðslega held að það sé gaman hjá þeim í dag. Innilega til hamingju Kjartan og Sigríður. Gangi ykkur allt í haginn.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.7.2007 kl. 20:05

6 Smámynd: Dunni

Ánægður með Kjartan.   Hann á allvega Íslandsmet í að barna eldri dömur.

Bíð spentur eftir því hver toppar hann. 

Dunni, 6.7.2007 kl. 22:53

7 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Þegar ég var unglingur var ég í bókbandi hjá gömlum manni sem Helgi hét - mikill grúskari, bókasafnari og bókbindari. Hann hafði verið að lesa gamla annála sem hann hafði verið að binda inn frá miðju seinast árþúsundi. Þar hafði hann rekist á frétt um 55 ára konu sem átti barn með 12 ára strák. Ég sel það ekki dýrar en ég keypti það.

Kjartan Gunnarsson var með mér í lögfræðinni og Sigríður var í skólanum um Háskólanum um svipað leyti.

Mér þykir mjög gaman að heyra frá þessum merka atburði í lífi þeirra og óska fjölskyldunni til hamingju og gæfuríkrar framtíðar.

Jón Sigurgeirsson , 6.7.2007 kl. 23:47

8 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Það var að sjálfsögðu annállinn sem var frá miðju seinasta árþúsundi viskustykki

Jón Sigurgeirsson , 7.7.2007 kl. 00:01

9 Smámynd: Sigríður Hrönn Elíasdóttir

Gaman að heyra þessar góðu fréttir. Ég samgleðst þeim Kjartani og Sigríði og óska þeim innilega til hamingju og nýfæddum frænda mínum óska ég velfarðar í lífinu, ég er fullviss um að vandfundnir eru betri foreldrar en þau gæða hjón Kjartan og Sigríður.

Sigríður Hrönn Elíasdóttir, 7.7.2007 kl. 00:20

10 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Ég tek undir allar góðar óskir til handa nýfædda drengnum og foreldrum hans.

Björg K. Sigurðardóttir, 7.7.2007 kl. 00:50

11 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentin. Þetta er gleðilegur áfangi í lífi Kjartans og Sigríðar og þeim fylgja góðar óskir héðan af vefnum.

Þakka Guðbirni sérstaklega fyrir góð orð um vefinn.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 7.7.2007 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband