Góð stemmning í Kópavogi - pönnukökukeppni

Pönnuköku Það virðist vera virkilega góð stemmning í Kópavogi á landsmóti UMFÍ. Þar eru þúsundir manna samankomnar. Fannst skemmtilegt að heyra um þetta heimsmet í vatnsbyssuslag. Það er reyndar merkileg keppnisgrein. Það er alltaf gaman af þessum hliðargreinum, sem brjóta aðeins upp þetta staðlaða form og gera mótið enn meiri vettvang allrar fjölskyldunnar. Þar skemmta kynslóðir sér ávallt saman.

Keppnin í pönnukökubakstrinum er virkilega skemmtileg einnig. Þar reyna konur með sér hver sé nú sneggst að snúa sem flestum pönnsum við á pönnunni. Þar reynir á snerpu, fimni og auðvitað áratugareynslu í bransanum. Man vel eftir þegar að keppt var í þessu á landsmótinu á Húsavík fyrir tveim áratugum. Man reyndar ekki hvort það var fyrsta skiptið eður ei, allavega var þetta á dagskrá þar. Það var mikill hasar þar og skemmtilegt að sjá afrekskonur eldhúsanna berjast sín á milli um hver væri nú duglegust og best í að baka þetta eðalbrauð.

Eftir tvö ár verður landsmót haldið hér á Akureyri. Það verður virkilega gaman að upplifa það.

mbl.is Heimsmet og keppni í pönnukökubakstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það toppar samt enginn mömmupönnsur.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.7.2007 kl. 18:57

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Jú, reyndar Ásdís mín, allavega í mínum huga.

Það eru ömmupönnsur. hehe

Stefán Friðrik Stefánsson, 7.7.2007 kl. 18:59

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Nákvæmlega þær eru langbestar. Já, eflaust mun ég gera það Jón Arnar. Það verður stanslaus veisla um allan bæ hér eftir tvö ár þegar að mótið verður hér.

Stefán Friðrik Stefánsson, 7.7.2007 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband