Avril í vanda - undarlega orðuð frétt

Avril Lavigne Það eru greinilega fleiri en Rolf Lovland sem eiga framundan lagalega baráttu vegna lags sem einhver telur að hafi verið stolið. Nú er verið að saka ungstirnið Avril Lavigne um það sama. Það var þó ekki það sem vakti mesta athygli mína í þessari frétt.

Orðalagið í fréttinni er mjög skringilegt og vekur athygli. Sérstaklega fannst mér fyrirsögnin vera kostuleg að mörgu leyti. Það vekur athygli að talað er um að hún geti verið þjófótt. Svolítið spes. Annars hef ég heyrt þetta lag en þess þá síður heyrt lagið frá þessari hljómsveit The Rubinoos, sem ég hef aldrei heyrt talað um. Viti einhver deili á henni eða lögum hennar væri gott að heyra um það hér í kommentakerfinu.

Það er að verða sífellt algengara að þekkt lög séu véfengd. Það verður fróðlegt að heyra hvernig þetta mál fari og ekki síður baráttan milli Jóhanns og Rolfs.

mbl.is Er Avril Lavigne þjófótt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband