Heilagi blærinn farinn af fröken París Hilton

Paris Hilton Það líður varla sá dagur vestan hafs er París Hilton er ekki í sviðsljósi fjölmiðlanna. Stutt er síðan að hún losnaði úr fangelsi og sagðist hún í viðtali við Larry King síðla júnímánaðar orðin dauðleið á djamminu og vildi helst hætta því. Heilagi blærinn er farinn af henni nú þegar, enda berast fréttir um að hún sé komin strax aftur í djammgírinn eftirminnilega. Það er greinilega fylgst með hverju spori hennar og eru minnstu athafnir hennar komnar í pressuna um leið.

Það er oft hlægilegt að lesa fréttirnar af fræga og ríka fólkinu, sérstaklega vestan hafs. Paris Hilton er sennilega orðin frægust af þeim uppagellum sem hafa flaskað á frægðinni og runnið til á göngunni á rauðu rósum glamúrlífsins. Það voru tíðindi þegar að hún rann til á svellinu og fékk dóminn um að afplána refsingu sína. Ekki virðist hún hafa lært mikið af þessu falli og er þegar komin í sama gírinn, ef marka má fréttirnar, sem flæða endalaust yfir allt vestan hafs.

Það er reyndar stutt síðan að fréttakona þar neitaði að fjalla um París Hilton og eyddi fréttinni í beinni. Það var vel af sér vikið. Það eru flestir búnir að fá hundleið á prímadonnustælum þessarar aumingjans konu.

mbl.is Paris Hilton í fínu formi út á lífinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: katikal

Þessi frétt er nú ekki öll sem sýnist, veit ekki betur en að stúlkan hafi verið að fagna afmæli með vinkonu sinni, hún hlýtur nú að mega það!

katikal, 10.7.2007 kl. 00:41

2 Smámynd: spammer

Öll erum við nú mannleg og okkur verður stundum á í lífinu. Það getur ekki veri auðvelt að vera hundeltur af pressunni dag eftir dag og hvert skref sem þú tekur er blásið upp í eitt allsherjar drama. Ég persónulega sé ekkert athugavert við það að hún fari út á lífið öðruhverju. Maður getur lifað eðlilegu og heilbrigðu lífi án þess að „hætta“ að lifa ;)

spammer, 10.7.2007 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband