Jákvæðar aðgerðir stjórnvalda í samgöngumálum

ÞjóðvegurÞað er ekki hægt annað en að fagna góðum tillögum ríkisstjórnarinnar í samgöngumálum, sem gera ráð fyrir að flýta ellefu lykilframkvæmdum í samgöngukerfinu. Er um að ræða eina af helstu mótvægisaðgerðum í tengslum við niðurskurð þorskkvótans um 63.000 tonn. Inni í þessu eru framkvæmdir sem skiptir máli að ráðast í og hafa verið á dagskrá um nokkuð skeið.

Það blasti við öllum þegar að Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, kynnti sögulega lágar kvótatölur næsta fiskveiðiárs að einhverjar aðgerðir þyrftu að koma til sögunnar af hálfu stjórnvalda. Byggðum landsins má ekki blæða út með þeim hætti sem þá var kynntur forsmekkur að. Þetta eru góðar aðgerðir í því skyni og skipta hiklaust talsverðu máli. Hinsvegar verður veturinn auðvitað erfiður um allt land og það er viðbúið að mikill niðurskurður verði í vinnslukerfi sjávarútvegsins í takt við minni kvóta en dæmi eru um áður.

Sérstaklega ber að fagna að Norðfjarðargöngum er flýtt. Það er kominn tími til fyrir löngu að leggja ný göng milli Eskifjarðar og Norðfjarðar. Ég fór síðast um Oddskarðsgöngin í síðasta mánuði á leið til Lalla frænda míns á Skorrastað og það er öllum ljóst að þessi göng eru fyrir lifandis löngu orðin barn síns tíma. Þetta eru stærstu og bestu fréttirnar hvað okkur varðar hér í kjördæminu að mínu mati. Það er líka mikilvægt að flýta Dettifossvegi og vegabætur um Norðausturveg eru mikilvægar. Þannig að við erum sæl hér. Það eina sem vantar nú sem lykilmál er að koma Vaðlaheiðargöngum á dagskrá. Allavega skipta þessar tillögur máli á þessum tímapunkti.

Heilt yfir eru þetta því ánægjuleg skref sem tekin eru þarna og bera vott um jákvætt verklag á erfiðum tímum. Það er öllum ljóst að mótvægisaðgerðir bæta aldrei allan skaðann sem verður af skerðingu þorskkvótans en þær geta fyllt eitthvað betur upp í gatið hinsvegar sem myndast, en við öllum blasir að það er óumdeilanlega stórt.


mbl.is Vegaframkvæmdum fyrir 6,5 milljarða verður flýtt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Vegaframkvæmdir verða ekki hristar fram úr erminni á einu bretti. Fyrst þarf heilmikinn undirbúning. Ég geri ráð fyrir því að það sé ástæðan fyrir því að megin hluti fjárins kemur ekki fyrr en löngu eftir að áhrifa skerðingarinnar kemur fram. Ég velti því fyrir mér hvort skynsamlegt hafi verið að fara í skerðinguna strax. Hefði mátt koma með skerðinguna og framkvæmdir á sama tíma?

Jón Sigurgeirsson , 10.7.2007 kl. 14:36

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þetta eru auðvitað allt framkvæmdir á samgönguáætlun næstu ára og hafa verið kortlagðar. Þetta eru allt ákveðnar framkvæmdir úr samgönguráðherratíð Sturlu Böðvarssonar. Það er því verið að keyra áætlunina fram. Hinsvegar er auðvitað ljóst að þetta mun aldrei bæta að fullu skerðingu aflans. Það er skaði sem dembist á byggðirnar fljótlega og án miskunnar. Það verða að koma til fleiri aðgerðir. Hinsvegar skiptir þetta máli.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 10.7.2007 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband