Valgerður verður að útskýra ummæli sín betur

Valgerður Sverrisdóttir Þeir eru fáir sem botna í hálfkveðnum vísum Valgerðar Sverrisdóttur varðandi Baugsmálið. Það er algjört lágmark að hún útskýri mun betur hvert hún sé að fara með orðavali sínu og tali hreint út í þessu máli. Mér finnst þessar hálfkveðnu vísur þess eðlis að það á að segja frá þeim með afgerandi hætti. Hún á að botna vísurnar sem hún kom með fyrripartinn að. Þetta Baugsmál er auðvitað flókið og erfitt mál sem hefur farið í alla kima dómskerfisins og það er ekki þörf á þessari dulúð í málinu.

Valgerður Sverrisdóttir var iðnaðar- og viðskiptaráðherra í sjö ár og utanríkisráðherra í eitt ár, hún var í hringiðu lykilákvarðana stjórnmálanna allan valdaferil ríkisstjórna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og er nú orðin varaformaður Framsóknarflokksins. Það er eiginlega algjört lágmark að hún orði hlutina betur en í hálfkveðnum vísum. Það sem hún segir hljómar mjög undarlega og get ég ekki betur séð en að þar séu hlutir gefnir í skyn en ekkert meira. Það vekur allavega athygli að hún þori ekki að botna eigin orð.

Það er því hið eina rétta fyrir Valgerði að tala hreint út. Þessi ummæli hennar í Viðskiptablaðinu hafa kveikt umræðu sem hún getur ekki endað nema að orða hlutina betur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Það vekur líka athygli að Valgerður hafi ekki séð sóma sinn í því að greina frá þessu strax, í stað þess að bíða uns ljóst var að Framsókn var ekki lengur í ríkisstjórn. Ber sterkan skítafýlukeim af biturð og hefnigirni að kasta þessu fram svona seint og síðar meir.

Mér finnst þetta afskaplega plebbaleg eiturpilla sem hún kýs að senda Sjálfstæðisflokknum að skilnaði, og hún skuldar klárlega flokknum og ekki síður Baugsmönnum nánari útskýringar á orðum sínum. En þessi gerningur er í takt við hentistefnu Framsóknarflokksins, svo ekki sé meira sagt.

Jón Agnar Ólason, 10.7.2007 kl. 15:41

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég er alveg sammála þér Stefán að Valgerður verður að útskýra þetta betur.
Starfsandann í utanríkisráðuneytinu meðan Geir og Davíð voru þar - svona málflutningur er henni ekki til framdráttar.

Óðinn Þórisson, 10.7.2007 kl. 22:40

3 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Ég held ég fari rétt með að það eru nú um 2 ár síðan Valgerður fyrst sagði að ef niðurstaða "Baugsmála" yrði sú sem nú er orðin, þá kallaði það á ítarlega rannsókn á upphafi málsins.  Þótt ég sé ópólitískur þá minnir mig að Valgerður hafi þá setið í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.  Ásakanir um kúgvendingu hennar í málinu og hefnigirni eru því algjörlega úr lausu lofti gripnar.

Það er auðvelt að krefjast frekari útskýringa þótt þeirra sé í raun ekki þörf.  Komi einhverjar útskýringar er einfaldlega hægt að þræta fyrir þær og segja hvað sem er því að allir vita að engin rannsókn verður framkvæmd á tilurð málsins.  Ég held að Valgerði væri réttast að fara ekki nánar út í þessa sálma.  Allir vita við hvað er átt og engin þörf að ræða það nánar.

Það vita þeir sem fylgjast með að Valgerður talaði í sama dúr meðan hún var í stjórnarmeirihluta. 

Hreiðar Eiríksson, 11.7.2007 kl. 18:14

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ef eitthvað er að marka Valgerði verður hún að útskýra sitt mál!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.7.2007 kl. 03:52

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin og góðar pælingar.

Jón Agnar: Tek undir þetta, er ólíðandi að ekki sé sagt meira og henni ber skylda til að tala hreint út.

Hreiðar: Valgerður verður að segja hlutina hreint út. Svona hálfkveðnar vísur gagnast engum og allra síst Valgerði nema þá að þetta sé bara hókus pókus töfrabrögð í gúrkutíðinni.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 12.7.2007 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband