Er Útvarp Saga búin að kaupa málefnin.com?

Það vekur mikla athygli að fram kemur á nýjum spjallvef Útvarps Sögu að útvarpsstöðin hafi fest kaup á spjallvefnum málefnin.com, sem hefur verið einn helsti spjallvefur landsins í rúm fjögur ár, með aðstoð fjársterkra aðila og muni hann smá saman flytjast þangað yfir. Þetta kemur orðrétt fram í innleggi á vefnum frá aðila sem skrifar undir nafninu Bloggstjóri. Þessi tilkynning kemur sem athyglisvert innlegg í umræðuna um stöðu þessa spjallvefs sem hefur verið reglulega í fréttum og umtali fólks á milli árum saman.

Umræða hefur verið um eignarhald þessa spjallvettvangs, en Stefán Helgi Kristinsson sem stofnaði vefinn sumarið 2003 komst í umræðuna á síðasta ári er hann gaf Jónínu Benediktsdóttur upp IP-tölur nokkurra þeirra sem skrifað höfðu á vefinn. Kjaftasagan segir að Netheimur eigi nú spjallvefinn, eftir að Stefán Helgi hætti með hann eftir hið fræga mál sem komst í kastljós fjölmiðlanna. Eftir það hefur verið lítið talað um eignarhaldið af þeim sem halda utan um vefinn.

Málefnin voru um tíma lykilstaður á netinu, þar hefur þó róast mjög yfir. Rétt eins og víðar hefur spjallvefaformið sígið niður. Það er þó vissulega athyglisvert ef Arnþrúður Karlsdóttir og hennar fólk hefur fest sér eignarhald á spjallvefnum og öllum leyniupplýsingum hans eins og fram kemur á Útvarpi Sögu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ásgeirsson

Ég velti fyrir mér í hverju verðmætin felast þegar spjallvefur er keyptur. Er hægt að meta notendur til fjár?

Gísli Ásgeirsson, 10.7.2007 kl. 18:00

2 Smámynd: Elfur Logadóttir

Spurningin hlýtur að vakna: Hverjum borgaði Útvarp Saga fyrir vefinn? 

Elfur Logadóttir, 10.7.2007 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband