Haldið áfram í Eurovision - syngja má á ensku

Eiríkur Hauksson Ríkisútvarpið hefur ákveðið að halda áfram þátttöku í Eurovision. Það hefur eflaust legið löng umhugsun að baki áður. Okkur Íslendingum hefur mistekist þrjú ár í röð að komast áfram í keppninni og Eiríkur Hauksson náði ekki að fleyta okkur áfram þrátt fyrir að hann væri með að flestra mati skothelt lag. Blærinn á keppninni hefur verið markaður af sterkri stöðu austantjaldsþjóða og sú staða markaðist vel með forkeppninni í vor.

Áfram á að halda. Svipað fyrirkomulag verður áfram við lýði. Reglurnar hafa þó breyst. Mikla athygli vekur að ekki er lengur útilokað að lög séu á ensku í undankeppninni, þó að það sé þó talið æskilegast að lögin séu á íslensku. Það er allavega ekki útilokað lengur að hafa ensku fyrirfram. Það eru stórtíðindi. Ennfremur er klausan um að þeir sem taki þátt, bæði laga- og textasmiðir, þurfi að hafa íslenskt ríkisfang eða vera búsettir á Íslandi frá 1. október 2007 og fram yfir keppnina. Þetta gæti hæglega opnað leið annarra að keppninni. Það er mjög jákvætt að mínu mati.

Mikil ólga varð innan Eurovision-samfélagsins í heild með úrslitin í vor. Ekkert lag frá Vestur-Evrópu komst í úrslitapakkann úr forkeppninni, heldur röðuðu þar sér upp lög úr austanblokkinni. Slóvenía var það land sem næst stóð vesturhlutanum. Það segir sína sögu vel. Það er alveg ljóst, og staðfestist af úrslitum kosningarinnar í gærkvöldi, að möguleikar Íslands á að komast upp úr botninum eru hverfandi og margir telja að stokka eigi keppnina upp. Ólgan hefur oft verið ráðandi hér heima allt frá því að Selmu Björnsdóttur mistókst að komast upp úr botninum með If I had your Love í maí 2005 í keppninni í Kiev.

Í fyrra var talað um að Silvía Nótt hefði skemmt fyrir sér og því ekki komist áfram. Staða Eiríks nú vakti nýjar spurningar. Ekki aðeins reyndar var staða okkar rædd heldur staða Vestur-Evrópu almennt. Í raun væri heiðarlegast að brjóta upp keppnina. Þarna keppa yfir 40 lönd um árangur. Það væri auðvitað best að hafa keppni fyrir vestur- og austurhlutann. En sama fyrirkomulag á að hafa á næsta ári, en það er dæmt til að breytast, tel ég.

Mér finnst reyndar mikið álitaefni hvort Ísland eigi að taka áfram þátt í keppninni. Það verður að stokka hana upp, enda er orðrómurinn um samsærið ekki lengur íslenskur heldur ómar um alla V-Evrópu. Það er engin furða á því eftir það sem gerðist í vor.

mbl.is Reglum um Söngvakeppni sjónvarpsins breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband