Sorglegt mál úr fortíðinni

Það hefur verið sláandi að heyra lýsingar á því kynferðislega og sálræna ofbeldi sem gerðist á drengjaheimilinu í Breiðavík fyrir áratugum. Heildarmynd þeirrar skelfingar hefur verið að opinberast hægt og rólega síðustu mánuði með nöprum hætti. Það að lýsingar á kynferðisofbeldinu og líkamlegum barsmíðum sem börn þurftu að þola komist fyrst í umræðuna fyrir alvöru nú allt að fjórum áratugum síðar er að mínu mati stóralvarlegt mál.

Hversvegna var þetta mál í þagnarhjúpi öll þessi ár? Hvar var eftirlitið á þessum tíma eiginlega og hvar voru þeir sem báru ábyrgð á málaflokknum? Þetta er skelfilegt í einu orði sagt. Þetta er auðvitað mjög stórt hneykslismál að mínu mati - mikill áfellisdómur yfir þeim sem héldu á málum á þessum tíma. Það var sláandi að sjá harðfullorðna menn, meira að segja Lalla Johns sem þarna var vistaður sem barn, brotna saman við tilhugsunina eina um þennan stað í Kastljósviðtali, þessi örlög að vera þar neyddur til vistar, allt ofbeldið og ógeðið.

Það var stingandi stund að sjá Kastljósviðtölin fyrir nokkrum mánuðum og skynja það sem hefur þarna gerst. Það er skylda þeirra sem leiða málaflokkinn í dag að taka á því og það hefur verið gert að verulegu leyti, sem mikilvægt er. Það er enda ekki til of mikils mælst að stjórnvöld dagsins í dag biðji þessa menn opinberlega afsökunar á því að hafa verið neyddir til vistar á þessum vítisstað sem þetta heimili hefur verið og liðsinni þeim til að finna lífshamingju að nýju, sé það þá hægt eftir slíkar skelfingar.

mbl.is Þagði yfir martröðinni í tæp fjörutíu ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, þetta er sorglegt. Ég man að sem barn hélt ég alltaf að allir hefðu það jafn gott og ég. Svo var víst aldeilis ekki. Mönnum verður aldrei bættur sá ljótleiki sem þar hafa þurft að upplifa, en guð gefi að þessi aðferð, að láta alþjóð vita og að samfélagið viurkenni þá grimmd sem þeir urðu fyrir. Ég óska essu fólki alls þess besta.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.7.2007 kl. 19:37

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir gott komment Ásdís mín. Algjörlega sammála þessum pælingum.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.7.2007 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband