Sannar tilfinningar hinna þekktu í glamúrheimi

Victoria og David Beckham Ég verð að viðurkenna að ég hef stundum horft á glamúrinn í kringum Victoriu og David Beckham með svolitlum undrunarsvip. Þau hafa stundum farið yfir strikið í glamúrnum. En vissulega hafa þau bæði öðlast mikla frægð. Victoria var þekkt tónlistarkona og David hefur verið einn af mest áberandi knattspyrnumönnum heims. Þessari frægð fylgir athygli almennings. Það er misjafnt hvernig fólk úr henni og eða höndlar hana hreinlega. Það er ekki öllum gefið.

Það er oft efast um hvort að mestu glamúr-stjörnur heimsins hafi tilfinningar, hvort að þeim geti sárnað og fundið til eins og okkur meðaljónum þessa heims. Það efast margir um það að eitthvað misjafnt eða hversdagslegt gerist í lífi þessa fólks sem gengur á rauðum rósum á yfirborði frægðarinnar. En ég held, og hef alltaf haldið satt best að segja, að það fylgi ógæfa of mikilli frægð. Það hlýtur að vera ömurlegt að vera með ljósmyndara og blaðasnápa á eftir sér dag eftir dag. Það hlýtur að verða leiðigjarnt að eiga sér varla einkalíf og sömu hversdagslegu tækifærin sem ég og þú viljum eiga fyrir okkur.

Sumir njóta þessa glamúrs vissulega og nota hann sér í hag með mjög áberandi hætti. David og Victoria hafa aldrei hikað sér við að nota athyglina, að mörgu leyti með jákvæðum hætti, sumu leyti með sérkennilegum hætti. Ég sá fyrir nokkrum árum þátt með þeim sem sýndi líf þeirra, myndavélin fangaði heimilislíf þeirra og samskipti. Mér fannst það afskaplega uppstrílað líf, satt best að segja, og fannst svolítið spes að fólk virkilega lifði daginn sinn með svo strembnum hætti, allt að því upphækkuðum fjölmiðlahætti. En kannski er þetta tilveran sem þetta fólk vill velja sér og hefur gert að sinni. Vel má vera svosem, en varla er það freistandi líf.

Eflaust mun athyglin á þeim varla minnka, nú þegar að þau flytja til Bandaríkjanna og verða hluti af glamúrnum í Los Angeles. Það ætti að henta þeim vel að mörgu leyti. Það er deilt um það hvort að David Beckham sé búinn að vera sem knattspyrnumaður, hafi kannski verið slappur árum saman. Það verður fróðlegt að sjá hann fóta sig.

Það sem mér fannst þó merkilegast við þessa frétt er að sjá einlæga sönnun þess að fólkið í þessum heimi hafi tilfinningar. Það er greinilegt af orðum Victoriu Beckham í þessari frétt. En kannski er þetta bara ein leiðin til haldast enn í sviðsljósinu, hver veit.

mbl.is Victoria segir frá ástarsorg sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband