SUS-þing á Seyðisfirði í september

SUS Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna hefur ákveðið að sambandsþing SUS muni fara fram á Seyðisfirði dagana 14. - 16. september nk. Ég fagna því sem stjórnarmaður í SUS fyrir Norðausturkjördæmi og fyrsti formaður kjördæmissamtaka ungliðanna í kjördæminu að SUS-þingið verði í kjördæminu. Það er orðið alltof langt síðan að sambandsþing hefur verið hér á þessu svæði.

Það eru 34 ár liðin frá því að sambandsþing SUS var síðast haldið á Austurlandi. Það var átakaþingið sögulega á Egilsstöðum árið 1973 þegar að Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, og Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, tókust á um formennsku í SUS. Þeim formannsslag lauk með kjöri Friðriks Sophussonar á formannsstól.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband