Andar liðins tíma fylgja Beckham til Bandaríkjanna

Rebecca LoosÞað kemur ekki að óvörum að Rebecca Loos reyni að glampa í sama fjölmiðlageislanum sem umlykur David og Victoriu Beckham við komuna til Bandaríkjanna. Hún hefur fylgt þeim sem vofa í þrjú ár, eftir frægt hneykslismál, þar sem hún sagðist hafa verið hjákona fótboltastjörnunnar, og mun gera það mjög lengi enn, tel ég. Hún veit sem er að þar sem áhugi verður á Beckham getur hún nýtt sér hann ennfremur.

Það er reyndar með ólíkindum hversu mikið fjölmiðlafár fylgir Beckham-hjónunum eftir til Bandaríkjanna. Þetta virðist vera engu síðri glampi athyglinnar en Beckham fékk er hann fór til Spánar fyrir fjórum árum frá Manchester United, eftir litríkan feril þar. Rebecca Loos varð heldur betur örlagavaldur þeirra á fyrri hluta Spánaráranna og litlu munaði eflaust að Beckham-hjónin skildu á árinu 2004. Því varð þó afstýrt og hafði þar eflaust mikið að segja fyrrnefndur fjölmiðlaglampinn, sem varð öllu yfirsterkari að lokum.

Það er skiljanlegt að Rebecca Loos vilji fylgja eftir glampanum. Það getur hún með réttri markaðssetningu. Það hefur hún gert enn og aftur nú. Hún kemur með rétta boðskapinn enn og aftur og hittir réttu nóturnar í sömu markaðssetningu og Beckham-hjónin ein ætluðu að fljúga á til Bandaríkjanna. Það er ekki nóg með að Beckham-hjónin fari í forsíðu- og aðaluppsláttarviðtöl við blöð og ljósvakamiðla, heldur sitja þau nærri nakin fyrir í þekktu bandarísku tímariti.

Allt átti semsagt að vera bundið þeim. Fjölmiðlaglansinn átti að vera þeirra í gegn. Þau gleymdu hinsvegar að gera ráð fyrir Rebeccu Loos. Já, það er oft erfitt að hafa anda liðinna tíma á eftir sér.

Tengdar greinar SFS
Sannar tilfinningar hinna þekktu í glamúrheimi


mbl.is Loos segir Beckhamhjónin standa í þakkarskuld við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband