Er Eyjan flopp eða síðbúinn sumarsmellur?

Það er að verða mánuður frá því að Eyjan opnaði með pompi og prakt, með fjölda bloggara á sínum vegum og stefndi hátt. Það hefur þrátt fyrir allt orðið mun minni sigling á þeirri vefslóð en stefnt var að. Ég heyri á ansi mörgum að þeir líti mun ekki oft á hverjum degi á vefinn og hafi ekki meiri áhuga á honum en öðrum fréttasíðum. Þangað fari fólk kannski daglega en hann hafi ekki sama aðdráttaraflið og stóru fréttavefsíðurnar hjá Morgunblaðinu og 365, sem fólk les mjög oft í gegnum daginn og fréttaflæðið er mjög mikið.

Það hefur líka verið mat margra sem ég hef talað við að slaknað hafi mjög á sumum bloggurum þar og Egill Helgason hafi svolítið gleymst, verið falinn á bakvið massann. Vefurinn hefur ekki átt mörg risastór skúbb og verið ekki sá risastóri smellur sem að var stefnt. Reyndar opnaði vefurinn í miðri sumargúrkunni og hefur lifað í gegnum hana þennan tíma. Það hefur eflaust skipt einhverju máli. Reyndar var ég mjög hissa á þeim sem störtuðu vefnum, þar sem sumir hafa mikla fjölmiðlareynslu, að opna vefinn í miðri sumargúrkunni.

Ekki virðist opnun Eyjunnar hafa haft nokkur sýnileg áhrif á Moggabloggið. Þar hættu vissulega nokkrir að blogga, en sumir skrifa jöfnum höndum á Eyjusíðu og Moggablogginu. Sumir hafa ekki algjörlega fært sig yfir. Persónulega þegar að ég tók þá ákvörðun að hætta á blogspot.com fyrir tæpu ári ákvað ég að hætta. Mér fannst það ekki freistandi að blogga á tveim stöðum. Vissulega hafði ég eitt sinn stóra vefsíðu sem pistlavettvang en ég ákvað að hætta með hana líka samhliða flutningi hingað. Hér enda hef ég nóg um að skrifa og finnst alveg nóg verk að halda úti einni bloggsíðu.

Það reynir kannski lítið í sjálfu sér á Eyjuna fyrr en í haust. Þangað til getum við velt því fyrir okkur hvort að Eyjan verði flopp eða síðbúinn sumarsmellur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir góð orð um bloggið. Það er virkilega gott að hafa góða lesendur sem láta í sér heyra, hvort sem þeir eru ósammála eða sammála manni. Það væri reyndar gaman að heyra hvaða flokka efnis hjá mér þú hefur mest gaman af að lesa. Annars hef ég notað gúrkutíðina til að skrifa um margt sem er ekki alltaf hérna, t.d. kvikmyndir. Ætla að skrifa meira um það í sumar og jafnvel gerist maður aftur kvikmyndagagnrýnandi bara á eigin vegum.

Er mjög ánægður hér og meðan að aðrir hafa gaman að lesa verður þetta gaman. Fyrst og fremst er gott að vera í kontakt við þá sem lesa.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 13.7.2007 kl. 17:40

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Verður það ekki svo að um leið og þú flytur þig að þá mun Eyjan rísa?

Sigurjón Þórðarson, 13.7.2007 kl. 22:50

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentið Sigurjón. Það hefur aldrei komið til tals að ég vilji færa mig eitt né neitt. Ég hef verið hér í um ár og kann mjög vel við mig. Það hefur ekkert heillað mig svakalega að loka mig inni í musteri. Ég held að þetta sé góður staður og ég kvarta ekkert yfir stöðu þessarar vefsíðu.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.7.2007 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband