Ótrúlegt fjölmiðlafár á eftir David Beckham

BeckhamÞað er eiginlega með ólíkindum að fylgjast með fjölmiðlafárinu á eftir David Beckham í Los Angeles, en í dag var hann kynntur formlega til leiks með LA Galaxy. Beckham upplifir þar sömu stjörnustælana og voru til staðar þau fjögur ár sem hann spilaði með Real Madrid og í stjörnuliði Manchester United í rúman áratug. Svo mikill er meira að segja fjölmiðlahasarinn að vísir.is sýndi beint frá kynningunni á Beckham í Los Angeles áðan og fetar hann þar í flokk með París Hilton sem var live hjá vefnum á sínum tíma.

Það verður aldrei af þeim skafið þeim David og Victoriu að þau eru sannkallaðir snillingar að ná fjölmiðlaathygli og beina henni rétt að sér. Þau hafa ótrúlega góð sambönd við að ná réttum blaðaviðtölum og hljóta góð ljósvakaviðtöl sem kemur þeim í kjarna allrar umfjöllunar. Þetta tókst þeim áður og ekki bregst þeim bogalistin í Bandaríkjunum. Reyndar ef frá er skilin athyglin tengd Rebeccu Loos og ég fjallaði um hér fyrr í dag. Það er þeim ekki jákvæð athygli, en Loos hangir utan í sviðsljósi þeirra eflaust þeim til mikillar skapraunar.

Beckham var hylltur eins og kóngur á rauðum dregli í Los Angeles. Það verður fróðlegt að sjá hversu lengi þessi fjölmiðlaglampi helst. Kannski hafa þau áður metið það þannig að flutningur til Bandaríkjanna væri sá fjölmiðlavænasti. Jafnan hefur manni fundist þau hjónin helst meta tækifærin í fjölmiðlamínútum, hversu lengi glampinn haldist. Það er allavega freistandi að halda það, hafandi fylgst með þeim fyrr og nú, sérstaklega á þessum heita sólskinsdegi í borg englanna.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig að Beckham muni standa sig í Herbalife-treyjunni á næstu leiktíð. Ætlar hann að enda ferilinn í Bandaríkjunum eða mun hann enda ferilinn heima í Bretlandi. Þetta eru stórar spurningar. Eflaust ræðst það allt af því hvernig honum gangi á næstunni.


mbl.is Beckham er kominn til Los Angeles
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þetta sorglegt og til skammar eiginlega fyrir knattspyrnuna.  Dægurmenningin og sölumennskan sem öllu tröllríður hefur náð hreðjatökum á fótboltanum líka.  Það er nefnilega staðreynd að Beckham getur ekki skallað bolta, ekki sparkað með vinstri, ekki er hann snöggur og ekki tæknilegur spilari.  Hann er með frábæran hægri fót en það er auðvitað bara vinsældir hans (einskonar Paris Hilton vinsældir, frægur fyrir að vera frægur) sem fengu Real Madrid til að kaupa hann.  Hann var ekkert annað en fjárfesting sem var notuð til að selja vörur merktar Real Madrid.  Ótrúlegt að maður sem hefur ekki undanfarið komist í frekar slappt landslið Englands skuli vera svona dýr og eftirsóttur.  Sorglegt!

Eyþór Ingi Jónsson (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 22:10

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Mikið innilega er ég sammála þér Eyþór Ingi. Vel skrifað og sagt frá. Leist vel á þetta komment. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 13.7.2007 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband