Trúðaherinn heimsækir Royal Alfreð Hall

Orkuveitan Saving Iceland heldur áfram mótmælum sínum. Í dag heimsóttu þeir Royal Alfreð Hall, minnisvarða um stjórnmálaferil Alfreðs Þorsteinssonar, aka Orkuveituhúsið. Botna samt ekki í heiti hópsins. Þau kalla sig Trúðaherinn. Merkilegt nafn. Eru þetta trúðamótmæli eða er þetta yfirlýsing af einhverju tagi sem felst í nafnavali hópsins. Erfitt að átta sig á því.

Það gæti líka verið vegna þess að þau eru klædd í trúðsbúninga eða gervi af ýmsu tagi, eins og sást á Snorrabrautinni. Þessi mótmæli hafa vakið talsverða athygli. Enn er spurningunni ósvarað um hvort að þau ætli austur að Kárahnjúkum og horfa á Hálslón í sumar. Það verður eflaust mikil upplifun, sérstaklega fyrir þá sem voru þarna á síðasta sumri og létu þá í sér heyra.

Mótmælum á höfuðborgarsvæðinu er greinilega ekki lokið fyrst að vísiterað er þarna. Fróðlegt verður að sjá hvort og þá hvað meira muni gerast í þessum kostulegu mótmælum.

mbl.is Liðsmenn Saving Iceland fóru upp á þak OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband