Mikilvægt að nota reiðhjólahjálm

Svo virðist vera sem að reiðhjólahjálmurinn hafi bjargað lífi hjólreiðamannsins, eða allavega skipt miklu máli, sem lenti í alvarlegu slysi í gær. Það er ágætt að heyra að hjálmurinn hafi haft sitt að segja. Það er að mínu mati mjög einfalt mál að hjálmanotkun hjá reiðhjólafólki er mikilvæg. Hjálmurinn er mikilvægt öryggisatriði að flestra mati. Þegar að slys af þessu tagi verður geta höfuðmeiðsl orðið mikil og hjálmurinn getur tekið mesta höggið sem verður er líkaminn skellur í götuna, oftast nær á miklum hraða í svona tilfellum.

Það er auðvitað aldrei hægt að útiloka að frekari meiðsl verði, en höfuðmeiðslin geta skipt sköpum í bataferlinu. Enda eru þess dæmi að slæm meiðsl af því tagi hafi dregið fólk til dauða og ennfremur hafa banaslys orðið í reiðhjólaslysum þar sem ekki var notað hjálm og slæm höfuðmeiðsl voru. Það er full þörf á því að ræða það með opinberum hætti hvernig staðan er varðandi hjálmanotkun. Framan af þótti ekki fínt að nota hjálm en það hefur eitthvað minnkað, eins og ég benti á hérna í gær.

En þetta slys sýnir okkur vel að hjálmanotkun getur haft mikið að segja að mörgu leyti að ekki fari jafnvel enn verr en ella.

mbl.is Alvarlega slasaður eftir reiðhjólaslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég held reyndar að það hefði haft meira að segja ef búið væri að aðgreina akandi og hjólandi umferð á Vesturlandsvegi eins og væri sennilega löngu búið að gera í flestum nágrannalöndum okkar. Með þessu er ég þó ekki að gera lítið úr nauðsyn hjálmanotkunar en er bara að benda á mikilvægi þess að menn fari að gera ráð fyrir hjólreiðamönnum á helstu þjóðvegum landsins.

Sigurður M Grétarsson, 23.7.2007 kl. 17:23

2 Smámynd: Morten Lange

Ég held líka að hjálmurinn geti hjálpað, en varla mikið í svoleiðis slysum. ( gefið að hraðinn var mikill þegar þeir skullu saman.  Mér skilst að hjólreiðamaðurinn hafi hlotið mörg beinbrot.

En það er um að gera að hugsa sjálfstætt og fordómalaust.  Löggan var greinilega með mikla  trú á því að hjálmurinn hafi bjargað miklu, og auðvitað vilja menn reyna að finna skýringar þegar þeir verða fyrir áfalli við umferðarslysi.  Ekki siður þegar betur fer en á horfist.  En ekkert hefur heyrst frá löggunni um hvort frauðplastið í hjálminum hafi kramist saman.  Það er þannig sem hjálmar eiga að virka.  Frauðplastið á að kremjast saman og þannig gera það að verki að höggið á höfuðið minnki.

 P.S:

Nú segja sumir sérfræðingar reyndar að það er snögg snúning á heilanum sem við erum viðkvæmastir fyrir, og í þeim efnum hjálpar venjulegur hjólreiðahjalmur lítið.

Morten Lange, 23.7.2007 kl. 19:11

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sigurður: Eflaust hefur það líka skipt máli. Hjálmurinn hefur líka spilað rullu. Sem betur fer fór þetta betur en á horfðist í upphafi, en menn töldu viðkomandi mann verr farinn en reyndist raunin.

Morten: Já, það vita auðvitað allir að hjálmurinn kemur ekki í veg fyrir beinbrot á líkamanum, en hann ver höfuðið og tekur einhvern skell af högginu. Til þess er leikurinn gerður að vera með þennan hjálm. Það er þó alveg ljóst að ef höfuðið fer illa getur staðan orðið enn verri og sérstaklega mikilvægt að hafa eitthvað á höfðinu til að verja það að einhverju leyti allavega.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.7.2007 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband