Lúkas snýr aftur

Þá er víst fjölmiðlavænasti hundur Íslandssögunnar, fyrir utan ráðherrahundinn Lucy, hinn Kínversk-Eyfirski Lúkas, kominn aftur heim til sín eftir að hafa risið upp frá dauðum með stórbrotnum hætti fyrir viku eftir að hafa verið talinn hafa verið drepinn um þjóðhátíðarhelgina. Það hefur mikið gengið á í kringum þennan hund í sumar og sitt sýnist eflaust hverjum. Það er ánægjulegt að hann hafi komist heill til síns heima eftir þennan fjölmiðlahasar.

En það hafa fleiri en Lúkas upplifað hrakningar í sumar. Helgi Rafn Brynjarsson var ranglega sakaður um að hafa drepið hundinn og upplifði hreint helvíti vegna þess alls. Það var skelfilegt að fylgjast með því hvernig dómstóll netsins, að stóru leyti nafnlaus, felldi harða dóma yfir honum án þess að vita alla sólarsöguna en draga stórar ályktanir af fáum vísbendingum. Þetta mál allt er hin mesta lexía.

Það er ekki undarlegt að Helgi Rafn ætli sér að hreinsa nafn sitt með því að höfða mál á hendur þeim sem hótuðu honum öllu illu og dauða jafnvel. Það er vonandi að einhverjir læri sína lexíu á þessu rugli öllu sem fylgdi þessu hundshvarfi. Þeir sem hæst töluðu ættu að sýna sóma sinn í að biðja þennan mann afsökunar.


mbl.is Lúkas kominn heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég velti því fyrir mér hvar Helgi stendur gagnvart vinnuveitanda, sem sagði honum upp starfi vegna kjaftasagna án þess að hafa nokkuð fyrir sér í því að þær væru sannar?

Sigurður M Grétarsson, 23.7.2007 kl. 17:25

2 Smámynd: Birna M

Ég veit það bara að ég er dauðfegin að hundgreyið var ekki dautt eftir alltsaman og að Helgi fékk verðskuldaða uppreisn, þegar Lúkas fannst. Skil hann mjög vel að vilja kæra, eftir allt sem á undan er gengið.

Birna M, 23.7.2007 kl. 18:16

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sigurður: Já, það var farið illa með Helga af þessum vinnuveitenda og vonandi fær hann vinnuna sína aftur. Það er eiginlega skelfilegt til þess að hugsa hverslags ömurlegheit þessi aumingjans strákur gekk í gegnum.

Birna: Já, ég skil hann vel. Þetta hefur verið honum skelfilegt sumar og vonandi að hann fái uppreisn æru.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.7.2007 kl. 22:03

4 identicon

Sæll Stefán.

Mér finnst aðalatriði málsins ekki vera að hundurinn sé á lífi. Kjarni málsins er, hversvegna hundurinn, þessi gæfi og góði heimilshundur, er allt í einu orðinn svo mannfælinn að nauðsynlegt reyndist að fanga hann í gildru. Hvaða lífsreynsla gerði hundinn svona tortryggan og styggan? Ég legg engan dóm á hvort margumræddur Helgi er sýkn eða saklaus. vonandi er hann saklaus. En mig rennir í grun að hundurinn hafi orðið fyri slæmri lífsreynslu sm gerði hann svo mannhræddan að hann treystir mönnunum ekki lengur. Hvort sá sem fór illa með þennan hund heitir Helgi eða eitthvað annað skal ég ekki segja til um . Ég vona bara að sá seki  skammist sín fyrir athæfið.

Kveðja,

Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 00:04

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll Kári

Það er margt í þessu dæmi sem stemmir ekki saman og hefur að mínu mati ekki gert allt frá upphafi. Hundurinn hafði verið týndur í hálfan mánuð fyrir þjóðhátíðarhelgina. Hann hefur einfaldlega verið á flakki allan þennan tíma og verið lengst af tel ég uppi í fjalli. Tel að ekkert bendi til þess að ráðist hafi verið á hann. Það er svosem varla furða að hundur sem hefur verið laus í um tvo mánuði og lifað sem umrenningur sé eitthvað stjórnlaus og villtur.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.7.2007 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband